Ekki eru allar ferðir til fjár

05.08.2009
Þórarinn Eymundsson og Kraftur frá Bringu. Ljósm:JE
Jens Einarsson: Ekki eru allar ferðir til fjár. Það máttu nokkrir knapar í fimmgangi á HM09 reyna í dag. Frægir knapar sem allir reiknuðu með í toppbaráttuna voru óheppnir og komust ekki í úrslit. Þar á meðal heimsmeistarinn Þórarinn Eymundsson á Krafti frá Bringu, sem freistaði þess að verja titilinn. Jens Einarsson: Ekki eru allar ferðir til fjár. Það máttu nokkrir knapar í fimmgangi á HM09 reyna í dag. Frægir knapar sem allir reiknuðu með í toppbaráttuna voru óheppnir og komust ekki í úrslit. Þar á meðal heimsmeistarinn Þórarinn Eymundsson á Krafti frá Bringu, sem freistaði þess að verja titilinn.

Kraftur var mýkri og að sumu leytri betri á fjórganginum en fyrir tveimur árum. En um leið kraftminni. Báðir skeiðsprettirnir mistókust. Þórarinn lagði mikið undir, hefur verið í Svíþjóð í nokkrar vikur til að þjálfa hestinn. Vonbrigðin eru því umtalsverð.

Flestir reiknuðu með að Dennis Hedebo Johansen á Alberti frá Strandarhöfði yrði einn af þeim knöpum sem myndu veita Daníel hvað harðasta keppni. Hann var góður á fjórganginum, bragðmikill. En þegar kom að skeiðinu sagði Albert nei. Ekkert skeið í dag góði. Hjó og hoppaði á stökkinu, sýningin í vaskinn og 21. sætið. Gídeon frá Lækjarbotnum var heldur ekki í stuði til að skeiða í dag. Sagði nei í öðru sprettinum og Christina Lund hafnaði í 15. sæti.

Máttur frá Torfunesi var greinilega eitthvað miður sína í dag. Beitti sér ekki. Sérstaklega var skeiðið máttlaust. Spurning hvort ferðalagið hefur verið honum erfitt. Hann og Erlingur Ingvarsson eru í 23. sæti.