Ekki gerlegt að sleppa fordómum kynbótahrossa

10.10.2008
Jón Finnur Hansson, framkvæmdastjóri Fáks, sagði á umræðufundi LH um LM2008 að hann væri á móti því að kynbótahrossum yrði fækkað á LM. Hann færi á Landsmótin til að sjá þau sem flest og fá samanburð. Betra væri að sleppa fordómum, láta yfirlitssýningu og verðlaunaafhendingu nægja. Hugsanlega mætti dæma tíu efstu hross í hverjum flokki eftir yfirlitssýningu til að raða í verðlaunasæti.Jón Finnur Hansson, framkvæmdastjóri Fáks, sagði á umræðufundi LH um LM2008 að hann væri á móti því að kynbótahrossum yrði fækkað á LM. Hann færi á Landsmótin til að sjá þau sem flest og fá samanburð. Betra væri að sleppa fordómum, láta yfirlitssýningu og verðlaunaafhendingu nægja. Hugsanlega mætti dæma tíu efstu hross í hverjum flokki eftir yfirlitssýningu til að raða í verðlaunasæti.Jón Finnur Hansson, framkvæmdastjóri Fáks, sagði á umræðufundi LH um LM2008 að hann væri á móti því að kynbótahrossum yrði fækkað á LM. Hann færi á Landsmótin til að sjá þau sem flest og fá samanburð. Betra væri að sleppa fordómum, láta yfirlitssýningu og verðlaunaafhendingu nægja. Hugsanlega mætti dæma tíu efstu hross í hverjum flokki eftir yfirlitssýningu til að raða í verðlaunasæti.

Guðlaugur Antonsson sagði að þessi hugmynd hefði oft verið rædd, en hún gengi einfaldlega ekki upp. Hrossin kæmu á svo ólíkum forsendum inn í yfirlitssýningu. Þar hefðu sum hross til dæmis möguleika á að hækka sig fyrir ákveðin atriði vegna breyttrar járningar frá í forskoðun. Það væri því ekki jafnræði með hrossunum. Sú hugmynd hefði einnig verið rædd að hafa bara sýningu kynbótahrossa, enga dóma. Menn óttuðust hins vegar að þá færi spennan úr og ekki yrði eins gaman lengur.

Á myndinni er Guðlaugur Antonsson, hrossaræktarráðunautur.