Elvar og Fjalladís leiða í 250m skeiði

09.08.2023

Fjórir knapar hófu leik í 250m skeiði í kvöld. Stemningin á skeiðbrautinni var gífurleg og bekkirnir þétt setnir. Í fyrsta holli störtuðu Hans Þór og Jarl og Elvar og Fjalladís saman. Fjalladís hóf þar með sinn fyrsta keppnis sprett í 250m skeiði. Ný krýndir heimsmeistarar Elvar og Fjalladís voru í feikna stuði og náðu frábærum sprett og tóku forystuna á tímanum 22,69 og leiddu eftir fyrstu umferð. 

Sigríður Ingibjörg og Ylfa áttu einnig góðan fyrsta sprett á tímanum 23,95

Í seinni umferð kvöldsins var gífurleg eftirvænting en af þeim 27 hestum sem skráðir voru til leiks náðu einungis 12 hestar að klára gildan sprett. 

Fyrstur af íslenska liðinu í seinni umferðinni var Daníel og Eining, þau náðu sjöunda besta tímanum 23,43. Hvorki Hans né Sigríður náðu gildum sprettum í seinni umferðinni. 

Lokasprettur kvöldsins var svo æsispennandi en þar öttu kappi Fjalladís og Fjolvi fra Hedegaard. Elvar og Fjalladís gerðu sér lítið fyrir og sigruðu þann sprett á tímanum 22,17 sem er hreint út sagt frábær árangur hjá þeim. Það verður því án efa ákaflega spennandi að fylgjast með 250m skeiðinu á morgun þegar úrslitin ráðast. 

Áfram Ísland!