Símenntunarnámskeið með Mette Mannseth 20-22. janúar

20.12.2022

Símenntunarnámskeið með meistara Mette Mannseth verður haldið í samvinnu við Hestamannafélagið Hörð 20-22. janúar.  Námskeiðið er bæði verklegt og bóklegt (8 reiðkennarar komast að með hest í 2x45 mínútna einkatíma) Aðrir fylgjast með og taka virkan þátt í umræðum. Námskeiðið er viðurkennt símenntunar námskeið hjá LH, FT og FEIF (24einingar).

Hægt er að sækja um námskeiðsstyrk hjá FT fyrir skuldlausa félaga. 

Verð fyrir þá sem mæta með hest í einkatíma er 30.000 kr. Fyrir áhorfanda er verðið 20.000 kr. 

Námskeiðið verður haldið í Hestamannafélaginu Herði í Mosfellsbæ.

Skráning opnar fimmtudaginn 22.12.2022 kl 20:00

Skráning: https://www.sportabler.com/shop/hfhordur

Hestamannafélagið Hörður og FT.