FEIF auglýsir rafrænt námskeið fyrir reiðkennara

17.03.2021
FEIF auglýsir rafrænt námskeið fyrir reiðkennara í samtarfi við Gait Academi og Norwegian Icelandic Horse Association (NIHF).
 
Námskeiðið er þrískipt en kennslan fer fram á fimm kennsludögum frá 7.apríl – 28. apríl.
 
Kennarar á námskeiðinu eru Stian Pedersen, sem er útskrifaður reiðkennari frá Hólum, FEIF level 4 reiðkennari og heimsmeistari og Bent Rune Skulevold, þekktur þjálfari og alþjóðlegur íþróttadómari en þeir eru stofnendur GaitAcademy.
 
Námskeiðið er metið af menntanefnd LH sem gilt endurmenntunarnámskeið. Reiðkennarar sem eru á FEIF trainer list eru í forgangi á þetta námskeið.