Stóðhestavelta landliðsins - enn fleiri gæðingar

29.04.2021
Þráinn frá Flagbjarnarholti

Um 100 folatollar verða í pottinum í stóðhestaveltu landslilðsins sem stóðhestaeigendur hafa gefið til styrktar landsliðinu. LH þakkar stuðninginn.

Miðsala hefst kl. 12.00 föstudaginn 30. apríl í vefverslun LH. Miðaverð er 45.000 kr., girðingagjald er ekki innifalið.

Við kynnum næstu 10 stóðhesta til leiks:

Viðar frá Skeiðvöllum
Viðar er ungur og upprennandi stóðhestur. Hann hefur hlotið í kynbótadómi m.a. 9 fyrir tölt, vilja og geðslag og hægt tölt, bak og lend, samræmi og hófa. Myndband af Viðari

Blær frá Torfunesi
Blær hlaut 1. verðlaun fyrir afkvæmi á landsmóti 2011. Hann átti farsælan keppnisferil í fimmgangi á A-flokki. Myndband af Blæ

Frami frá Ketilsstöðum
Frami er landsmótssigurvegari í B-flokki gæðinga 2018. Hann hefur einnig átt farsælan keppnisferil í fjórgangi, tölti og slaktaumatölti. Í kynbótadómi hefur hann hlotið 9,5 fyrir tölt, vilja og geðslag, fegurð í reið, hægt tölt, fet og hófa og 9,0 fyrir brokk og stökk. Myndband af Frama

Glampi frá Ketilsstöðum
Glampi hefur hlotið 8,45 fyrir hæfileika í kynbótadómi, þar af 9,5 fyrir brokk og samstarfsvilja og 9 fyrir tölt, fegurð í reið og fet. Myndband af Glampa

Hávaði frá Haukholtum
Hávaði hefur hlotið 8,73 fyrir sköpulag, þar af 9,5 fyrir samræmi og 8,41 fyrir hæfileika, þar af 9 fyrir tölt. Myndband af Hávaða

Kaldalón frá Kollaleiru
Kaldalón er ungur og upprennandi keppnis- og kynbótahestur. Hann hefur hlotið í kynbótadómi 9,0 fyrir brokk, stökk, vilja og geðslag og fegurð í reið. Myndband af Kaldalón

Lýsir frá Breiðstöðum
Lýsir er ungur og upprennandi keppnis- og kynbótahestur, hann hefur hlotið í kynbótadómi 9,0 fyrir tölt, brokk, vilja og geðslag og fegurð í reið. Myndband af Lýsi

Þinur frá Enni
Þinur er ungur og upprennandi keppnis- og kynbótahestur, hann hefur hlotið í kynbótadómi 9,5 fyrir stökk, 9,0 fyrir tölt, brokk, vilja og geðslag, fegurð í reið, fótagerð, hófa og prúðleika.

Þór frá Torfunesi var annar í flokki fimm vetra stóðhesta á landsmóti 2018. Hann hefur hlotið í kynbótadómi 9,0 fyrir tölt, brokk, skeið, vilja og geðslag, fegurð í reið, háls/herðar/bóga og bak og lend og 9,5 fyrir samræmi. Þór frá Torfunesi

Þráinn frá Flagbjarnarholti
Þráinn er hæst dæmdi hestur fyrr og síðar í kynbótadómi og hefur auk þess staðið sig mjög vel í keppni með einkunn uppá 7,73 í F1. Fyrir sköpulag hefur hann hlotið 8,70 og fyrir hæfileika 9,11. Myndband af Þráni