Stóðhestavelta landsliðsins - fleiri gæðingar í pottinum

30.04.2021
Ljúfur frá Torfunesi

Um 100 folatollar verða í pottinum í stóðhestaveltu landslilðsins sem stóðhestaeigendur hafa gefið til styrktar landsliðinu. LH þakkar stuðninginn.

Miðsala hefst kl. 12.00 föstudaginn 30. apríl í vefverslun LH. Miðaverð er 45.000 kr., girðingagjald er ekki innifalið.

Við kynnum næstu 10 stóðhesta til leiks:

Árvakur frá Auðsholtshjáleigu 8,26
Árvakur fór í góðan kynbótadóm 4ra vetra gamall. Hann hlaut m.a. 9 fyrir fet og 8,5 fyrir tölt og samstarfsvilja.

Borgfjörð frá Morastöðum 8,24
Borgfjörð hefur hlotið 8,18 í hæfileikadóm sem klárhestur, þar af 9 fyrir tölt, stökk, vilja og geðslag, fegurð í reið og hægt tölt. Fyrir sköpulag hefur hann hlotið m.a. 9 fyrir háls/herðar/bóga, samræmi og prúðleika.

Brynjar frá Bakkakoti 8,52
Brynjar er upprennandi keppnis- og kynbótahestur og hefur hlotið í kynbótadómi 9,0 fyrir tölt, brokk, stökk, hægt stökk, fegurð í reið og hófa. Myndband af Brynjari

Frosti frá Fornastekk 8,24
Frosti hefur hlotið í kynbótadómi m.a. 9 fyrir tölt og fegurð í reið og 8,5 fyrir aðra þætti hæfileikadóms nema skeið. Myndband af Frosta

Ljúfur frá Torfunesi 8,49
Ljúfur er landsmótssigurvegari í tölti 2018. Hann hlaut 10,0 fyrir tölt í kynbótadómi og 9,5 fyrir hægt tölt, vilja og geðslag og fegurð í reið og 9,0 fyrir hægt stökk.

Snæfinnur frá Hvammi 8,43
Snæfinnur hefur hlotið fyrir hæfileika 8,20 sem klárhestur, þar af 9,5 fyrir samstarfsvilja, 9 fyrir tölt, brokk, fegurð í reið og hægt tölt. Myndband af Snæfinni