Líkamlegar mælingar á U-21 landsliðinu

23.06.2021

Síðastliðinn mánudag hittist U-21 landsliðið í Laugardalnum og voru framkvæmdar líkamlegar mælingar á hópnum sem Vilfríður Fannberg Sæþórsdóttir íþróttafræðingur stýrði. Landsliðin hafa verið mæld reglulega. Markmiðið er m.a. að vekja knapa til vitundar um mikilvægi líkamlegs atgerfis og því hversu stóran þátt það á í því að ná árangri. Reglulegar mælingar veita knöpum aðhald og þau geta með skýrari hætti áttað sig á hvar þarf að bæta sig. Þau stóðu sig öll með prýði og augljóst að þrótturinn og keppnisskapið er mikið.

Í hádeginu var boðið uppá hádegisverð og hlustuðu þau á Zoom fyrirlestur með Ólympíuverðlaunahafanum Ásdísi Hjálmsdóttur spjótkastara sem talaði meðal annars um hugarfar og hvernig er best að undirbúa sig andlega fyrir keppni.

Að lokum fengu þau landsliðspeysur sem vöktu mikla lukku.

Það er á hreinu að framtíðin er björt með þessum afreksnöpum.