Menntaráðstefna LH - Víkingur Gunnarsson

31.08.2021
Mynd: Úr einkasafni

Menntaráðstefna LH sem verður haldin í haust, kynnir næsta fyrirlesara, Víking Gunnarsson.

 Víkingur Gunnarsson er lektor við Háskólann á Hólum og kennir meðal annars hreyfingafræði hrossa. Hann er hestamönnum vel kunnugur, var um árabil deildarstjóri hestafræðideildar skólans og er einnig einn reynslumesti kynbótadómari landsins. Hross úr ræktun þeirra hjóna sem kennd er við Kagaðarhól, hafa að auki vakið verðskuldaða athygli síðustu ár.

Víkingur vinnur m.a. að rannsóknum á hreyfingafræði hesta með áherslu á þróun aðferða við hlutlægt mat á gæðum gangtegunda og hreyfinga Íslenska hestsins í samstarfi við Sænska landbúnaðarháskólann í Uppsala, Háskólann í Utrecht og fleiri aðila. Tæknin sem notuð er byggir á þráðlausum hröðunarmælum sem settir eru á hestinn (Equimoves).

Á ráðstefnunni mun Víkingur fjalla sérstaklega um sérstöðu íslenska hestsins hvað mat á líkamsbeitingu og gæðum gangtegunda hans snertir.

Í lok þessarar viku verður birt verð og skráningaupplýsingar á ensku. 

Skrá sig hér 

Hér er hægt að sjá menntunarstigin.

 Sjá einnig frétt um Hilary Clayton