LH óskar eftir tilnefningum fyrir reiðkennara ársins 2021

12.11.2021

LH óskar eftir tilnefningum fyrir reiðkennara ársins 2021.
Skilyrðin eru:

  • Verður að vera skráður í hestamannafélag.
  • Vera útskrifaður reiðkennari frá Háskólanum á Hólum eða vera innan Feif Matrixunnar level 1, 2, eða 3.
  • Einnig verður hann að vera starfandi reiðkennari.

Dæmi til tilnefningar er t.d.:

Reiðkennari sem hefur gert frábæra hluti sem reiðkennari/þjálfari með nemendur sína, sýnt fram á miklar framfarir hjá nemendum, gert frábæra hluti með börnum, fötluðum eða keppnisknöpum.
Einnig gæti hann hafa gert framúrskarandi hluti á erfiðu ári vegna Covid, verið með vefkennslu eða aðra rafræna kennslu með börnum eða fötluðum.

Tilnefningar þurfa að berast í síðasta lagi 20.nóvember.

Menntanefnd LH mun síðan velja úr tilnefningum og senda á menntanefnd FEIF sem setur atkvæðagreiðslu í gang í janúar þar sem kosið er á vefnum um hver hlýtur titilinn Reiðkennari ársins 2021. Tilkynnt verður hver verður fyrir valinu í febrúar 2022.

 Vinsamlegast sendið tilnefningarnar til lh@lhhestar.is