Akureyrarbær 150 ára

03.09.2012
Hermann Sigtryggsson heiðraður/Sigfús Helgason
29. ágúst á afmælisdegi Akureyrar gáfu Eyfirskir hestamenn bæjarbúum hestasýningu í afmælisgjöf. Sýningin var haldin á flötinni fyrir framan samkomuhúsið og tókst hún frábærlega vel.

29. ágúst á afmælisdegi Akureyrar gáfu Eyfirskir hestamenn bæjarbúum hestasýningu í afmælisgjöf. Sýningin var haldin á flötinni fyrir framan samkomuhúsið og tókst hún frábærlega vel.

Margir lögðu leið sína á sýninguna og er það almannrómur að vel hafi tekist til og bæjarbúum fannst framtakið frábært.
Við þetta tækifæri heiðraði stjórn Léttis heiðursmanninn Hermann Sigtryggsson fyrrum íþrótta og tómstundarfulltrúa Akureyrarbæjar með gullmerki félagsins.
                                                      
Fyrir margt löngu hafði Hermann samband við stjórn félagsins um stofnun reiðskóla og úr varð skóli sem fékk nafnið Reiðskóli Léttis og Æskulýðsráðs. Er óhætt að segja að stofnun skólans var eitthvert mesta gæfuspor í sögu félagsins. Í dag má fullyrða að þúsundir ungmenna hafði notið þess að koma á reiðnámskeið, sumir mörg ár í röð og í dag eru margir félagsmenn Léttis fyrrverandi nemendur reiðskólans. Til skólans réðust kunnir hestamenn sem nutu virðingar en Hermann og hans fólk sá um alla pappírsvinnu og skipulagningu. Í lokin var reiðskólinn starfræktur á Hamraborgum sem Akureyrarbær lagði til kennslunnar. Í dag er reiðskólinn starfræktur undir öðrum formerkjum, m.a. vegna breyttra rekstrarskilyrða, en enn í dag er byggt á þeim grunni sem Hermann og stjórn Léttis bjuggu til.
Hermann hefur í störfum sínum fyrir Akureyrarbæ komið nærri allri starfsemi íþróttafélaga í bænum, m.a. Léttis. Þar hefur Hermann reynst okkur hestamönnum haukur í horni, tillögugóður með afbrigðum og farsæll í öllum sínum störfum. Var hann óþreytandi að benda okkur á þær leiðir sem hann taldi vænlegar til árangurs þegar við hestamenn vorum orðnir tómir í kollinum og vissum ekki hvernig best væri að vinna okkar málum framgang. Þar hefur Hestamannafélagið Léttir átt vini að mæta í hvert sinn sem til hans var leitað. Það vitum við líka sem höfum starfað að félagsmálum í lengri eða skemmri tíma, að ef árangur á að nást þarf fjölskyldan að standa við bakið á okkur. Þar hefur Hermann átti traustan bakhjarl þar sem Rebekka og dætur þeirra eru. Það er því vonum seinna að Hestamannafélagið Léttir ákvað að veita Hermanni viðurkenningu fyrir sín störf í þágu félagsins.

Og hvaða dagur er betur til þess fallinn en 150. afmælisdagur Akureyrarbæjar, þar sem Hermann hefur starfað lengstan sinn starfsaldur og skilur eftir sig djúp og merkileg spor.

Einnig afhenti formaður Léttis þakkarskjöld til Akureyrarbæjar fyrir allt það sem bærinn hefur gert fyrir okkur. Ellert Örn Erlingsson, forstöðumaður íþróttamála veitti skildinum viðtöku.

Við afhentum einni Jóni Matt blómvönd en Jón tók einnig þátt í afmælissýningu hestamanna á 100 ára afmæli Akureyriarbæjar.
 
Stjórn Léttis þakkar öllum þeim sem að sýningunni komu kærlega fyrir, bæði sýnendum og ekki síst afmælisnefndinni sem skipulaði þetta allt með miklum sóma. Takk fyrir frábæra sýningu.

Fyrir hönd stjórnar,
Andrea Þorvaldsdóttir, formaður Léttis.