Enn fjölgar stórstjörnum í stóðhestaveltunni

17.04.2019

Í pottinum í stóðhestaveltunni til styrktar landsliði Íslands í hestaíþróttum eru u.þ.b. 100 hátt dæmdir stóðhestar. Stóðhestaveltan virkar þannig að þú kaupir umslag á 35.000 kr., í hverju umslagi er ávísun á toll undir einn af þeim hestum sem eru í pottinum. Girðingagjald er ekki innifalið. Sala á umslögum fer fram á stórsýningunni „Þeir allra sterkustu“ í TM-höllinni á Fákssvæðinu í Víðidal.

Ómur frá Kvistum, tollinn gefur Kvistir ehf.
Sigur frá Stóra-Vatnsskarði, tollinn gefur Sigur frá Stóra-Vatnsskarði ehf.
Álfaklettur frá Syðri-Gegnishólum, tollinn gefur Olil Amble
Óskar frá Breiðsstöðum , tollinn gefur Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir
Hlekkur frá Saurbæ, tollinn gefur Saurbær ehf.
Steggur frá Hrísdal, tollinn gefur Guðrún Margrét Baldursdóttir og Hrísdalshestar sf.
Haukur frá Skeiðvöllum, tollinn gefur Skeiðvellir ehf.
Ljósvíkingur frá Steinnesi, tollinn gefur Magnús Bragi Magnússon og Magnús Jósefsson
Draupnir frá Brautarholti, tollinn gefur Bergsholt sf.
Nátthrafn frá Varmalæk, tollinn gefur Björn Sveinsson

LH þakkar gefendum tolla stuðninginn

Fylgstu með Þeim allra sterkustu á facebook