Enn fleiri úrvals stóðhestar í stóðhestaveltunni

16.04.2022
Rauðskeggur frá Kjarnholtum

Stóðhestavelta landsliðsins er á sínum stað í tengslum við Allra sterkustu sem haldið verður í TM-reiðhöllinni í Víðidal á síðasta vetrardag, miðvikudagskvöldið 20. apríl nk.  Um 100 folatollar verða í pottinum sem stóðhestaeigendur hafa gefið til styrktar landsliðinu. LH þakkar stuðninginn.

Miðsala í stóðhestaveltunni hefst þriðjudaginn 19. apríl í netverslun á vef LH og er miðaverð 50.000 kr. Einn tollur er á hverjum seldum miða.

Miðasala á Allra sterkustu er í netverslun LH.

Við kynnum næstu 10 stóðhesta til leiks:

Blær frá Torfunesi 8,55
Blær frá Torfunesi hlaut 1. verðlaun fyrir afkvæmi á landsmóti 2011. Hann átti farsælan keppnisferil í fimmgangi á A-flokki. Myndband af Blæ

Sindri frá Lækjamóti II 8,28
Sindri frá Lækjamóti er ungur og efnilegur kynbótahestur. Hann hefur hlotið 8,74 fyrir sköpulag, þar af 9,5 fyrir bak og lend og prúðleika og 8,02 fyrir hæfileika.

Þröstur frá Ármóti 8,49
Þröstur frá Ármóti á framtíðina fyrir sér sem kynbóta og keppnishestur. Hann hlaut 8,49 fyrir hæfileika og 8,48 fyrir byggingu fimm vetra gamall. Þröstur eru undan heiðursverðlaunahestinum Arði frá Brautarholti og Sæsdótturinni Sæmd frá Kálfhóli. Myndband af Þresti

Útherji frá Blesastöðum 8,32
Útherji frá Blesastöðum ungur og upprennandi stóðhestur. Hann er hátt dæmdur klárhestur með 9,0 fyrir tölt, brokk, vilja og geðslag í kynbótadómi. Myndband af Útherja

Sproti frá Vesturkoti 8,21
Sproti frá Vesturkoti er ungur hestur sem á framtíðina fyrir sér. Hann hlaut fyrstu verðlaun í kynbótadómi fimm vetra gamall. Sproti er undan sömu hryssu og Spuni frá Vesturkoti og feður þeirra eru albræður.

Rauðskeggur frá Kjarnholtum 8,76
Rauðskeggur frá Kjarnholtum hefur hlotið í kynbótadómi 8,76 fyrir sköpulag, þar af 9 fyrir háls/herðar/bóga, bak og lend, samræmi og hófa, og 8,92 fyrir hæfileika, þar af 9,5 fyrir skeið og samstarfsvilja, og 9 fyrir tölt, greitt stökk, fegurð í reið og hægt tölt. Myndband af Rauðskegg

Sægrímur frá Bergi 8,75
Sægrímur frá Bergi hefur hlotið fyrir sköpulag 8,61, þar af 9,5 fyrir höfuð og fyrir hæfileika 8,83, þar af 9,0 fyrir tölt, skeið, vilja og geðslag og fegurð í reið. Myndband af Sægrími

Sólon frá Skáney 8,48
Sólon frá Skáney hlaut fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi árið 2011 og er farsæll kynbótahestur. Hæst dæmda afkvæmi hans er Skýr frá Skálakoti. Myndband af Sólon

Kaldalón frá Kollaleiru 8,56
Kaldalón frá Kollaleiru hefur hlotið í kynbótadómi 8,18 fyrir sköpulag og 8,69 fyrir hæfileika, þar af 9,0 fyrir brokk, stökk, vilja og geðslag og fegurð í reið. Myndband af Kaldalón

Vigri frá Bæ 8,41
Vigri frá Bæ er ungur og efnilegur kynbótahestur af frábærum ættum. Hann hefur hlotið í hæfileikadóm 832, þar af 9 fyrir tölt og hægt tölt og í byggingadóm 8,58, þar af 9,5 fyrir hófa og 9,0 fyrir samræmi. Myndband af Vigra