Erfitt að kveðja Rökkva

20.11.2008
Hinn frækni stóðhestur Rökkvi frá Hárlaugsstöðum er á leið úr landi. Hann fer til eigenda sinna í Svíþjóð, sem er Göran Montan og fjölskylda. Rökkvi hefur verið í fremstu röð stóðhesta og keppnishesta á Íslandi síðastliðin ár.Hinn frækni stóðhestur Rökkvi frá Hárlaugsstöðum er á leið úr landi. Hann fer til eigenda sinna í Svíþjóð, sem er Göran Montan og fjölskylda. Rökkvi hefur verið í fremstu röð stóðhesta og keppnishesta á Íslandi síðastliðin ár.Hinn frækni stóðhestur Rökkvi frá Hárlaugsstöðum er á leið úr landi. Hann fer til eigenda sinna í Svíþjóð, sem eru Göran Montan og fjölskylda. Rökkvi hefur verið í fremstu röð stóðhesta og keppnishesta á Íslandi síðastliðin ár.

„Það er rétt hann er að fara,“ segir Þorvaldur Árni Þorvaldsson, sem hefur þjálfað hestinn frá því hann var á fimmta vetur. Þovaldur er nú við kennslu á Hólaskóla. „Ég var fyrir sunnan um daginn og kvaddi hann. Það var nú bara svolítið erfitt,“ segir Þorvaldur. „Við erum búnir að vera lengi saman. Það eru forréttindi að fá að vera með svona góðan hest. Hann var alltaf að bæta við sig og kenndi mér margt nýtt í leiðinni. Svona langvarandi samspil manns og hests er mjög lærdómsríkt.“

Hvernig metur þú Rökkva sem kynbótahest út frá þeim afkæmum sem þú hefur kynnst?

„Hann var mjög lítið notaður fyrstu árin, þannig að það er fyrst á þessu ári og því næsta sem marktæk útkoma verður. Ég er búinn að temja nokkur þeirra og mér líst vel á þau. Hann skilar skrefstærð, mýkt og vilja. Eiginleikum sem hann hefur í ríkum mæli sjálfur.“

Hver mun þjálfa hestinn í Svíþjóð og hvert er planið með hann?

„Ég veit nú ekki nákvæmilega hvert planið er. En þau verða áreiðanlega mjög hamingjusöm að fá loksins að njóta hans. Dætur Görans, þær Alexandra og Filippa eru báðar góðir reiðmenn. Mér þykir líklegt að önnur hvor þeirra komi til með að þjálfa hann,“ segir Þorvaldur Árni Þorvaldsson.