Erum öflug saman

21.09.2015

Félag tamningamanna þakkar framsögumönnum, gestum og öðrum sem hjálpuðu til á Opinni ráðstefnu um  stöðu keppnis/sýningarmála í lok tímabils.

Greinilegt er að knapar/sýnendur, dómarar og þeir sem að mótahaldi koma þurfa að tala og vinna enn betur saman. Ráðstefnan og það sem kom fram var mjög þarft og mun skila okkur áfram ef vel er haldið á spöðunum. Hugmyndin var að hafa samantekt haust hvert, og nýta svo tíman fram að næsta tímabili til úrvinnslu.

En, full ástæða þykir til að fara betur í saumana og blása til ráðstefnu/málþings aftur fyrir næsta keppnistímabil og taka einn laugardag frá í nóv-des 2015 (er í undirbúningi, nánar auglýst síðar).

Vonumst við með því að taka framfaraskref í dómstörfum, móta og sýningarhaldi 2016. Hvetjum við ALLA knapa, dómara og þá sem að móta-sýningarhaldi koma að mæta, fylgjast með og hafa áhrif. Saman erum við öflugri og lyftumst á enn hærra plan!

Kær kveðja f/hönd félags tamningamanna
Súsanna Sand Ólafsdóttir form FT