Eyjólfur sigurvegari KEA mótaraðarinnar

25.03.2011
Nú er KEA mótaröðinni 2011 lokið. Kvöldið var skemmtilegt og fínir hestar mættu til leiks. Stefán Friðgeirsson á Saumi frá Syðra fjalli I sigruðu B úrslitin með 5.92 en það var hinn knái knapi Eyjólfur Þorsteinsson sem sigraði bæði slaktauma töltið og skeiðið. Nú er KEA mótaröðinni 2011 lokið. Kvöldið var skemmtilegt og fínir hestar mættu til leiks. Stefán Friðgeirsson á Saumi frá Syðra fjalli I sigruðu B úrslitin með 5.92 en það var hinn knái knapi Eyjólfur Þorsteinsson sem sigraði bæði slaktauma töltið og skeiðið.

Töltið sigraði hann á Ögra frá Baldurshaga með 7.38 og í skeiðinu á Spyrnu frá Vindási með 5.24 sek.
Húsmetið hans Baldvins Ara og Prins frá Efri Rauðalæk stendur enn 5.09 sek.

Eyjólfur Þorsteinsson er því sigurvegari KEA mótaraðarinnar þetta árið með 34 stig, fast á hæla hans kom höfðinginn Stefán Friðgeirsson með 27 stig og í þriðja sæti Viðar Bragason með 19 stig.

Hér fyrir neðan má skoða stigasöfnunina og úrslitin:

Eyjólfur Þorsteinsson 34 stig.
Stefán Friðgeirsson 27 stig.
Viðar Bragason 19 stig.
Baldvin Ari Guðlaugsson 17 stig.
Helga Árnadóttir 12 stig.
Pétur Vopni Sigurðsson 11 stig.
Sveinn Ingi Kjartansson 9 stig.
Þorbjörn Matthíasson 8 stig.
Þór Jónsteinsson. 8 stig.
Stefán Birgir Stefánsson 8 stig.
Camilla Hoj 8 stig.
Anna K Friðriksdóttir 7 stig.
Erlingur Ingvarsson 6 stig.
Jón Björnsson  5 stig.
Vignir Sigurðsson 5 stig.
Guðmundur K Tryggvason 4 stig.
Þorvar Þorsteinsson 4 stig.
Sveinbjörn Hjörleifsson 3 stig.
Anna Catharina Gros 2 stig
Þórhallur D Pétursson 1 stig.
Þórhallur Þorvaldsson 1 stig.
Atli Sigfússon  1 stig.

Úrslit í skeiði:
Eyjólfur Þorsteinsson Spyrna frá Vindási 5.24
Stefán Birgir Stefánsson Tristan frá Árgerði 5.28
Erlingur Ingvarsson Möttull frá Torfunesi 5.30
Erlingur Ingvarsson Blær frá Torfunesi 5.36
Eyjólfur Þorsteinsson Vorboði frá Höfða 5.43

Úrslit í slaktaumatölti:
1 Eyjólfur Þorsteinsson / Ögri frá Baldurshaga 7.38
2 Viðar Bragason / Amanda Vala frá Skriðulandi 6.46
3 Baldvin Ari Guðlaugsson / Akkur frá Hellulandi 6.33
4-5 Stefán Friðgeirsson / Saumur frá Syðra-Fjalli I 5.92
4-5 Sveinn Ingi Kjartansson / Blika frá Naustum III 5.92

 

Ljósmyndar: Rósberg Óttarsson