Eyþór Jónasson framkvæmda- stjóri Svaðastaðahallar

08.01.2009
Eyþór Jónasson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Svaðastaðahallarinnar á Sauðárkróki. Hann sér um allan daglegan rekstur og fjársýslu, auk þess að skipuleggja móta- og sýningahald í höllinni.Eyþór Jónasson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Svaðastaðahallarinnar á Sauðárkróki. Hann sér um allan daglegan rekstur og fjársýslu, auk þess að skipuleggja móta- og sýningahald í höllinni.Eyþór Jónasson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Svaðastaðahallarinnar á Sauðárkróki. Hann sér um allan daglegan rekstur og fjársýslu, auk þess að skipuleggja móta- og sýningahald í höllinni.

Eyþór segir að talsverðar breytingar séu í vændum á rekstrinum. Til að mynda hafi verið samið við tvo reiðkennara um fasta kennslu í Svaðastaðahöllinni, Sölva Sigurðarson og Júlíu Ludwig. Þau muni sjá um alla almenna reiðkennslu fyrir börn og fullorðna, auk þess sem boðið verði upp á kennslu fyrir lengra komna.

Eitt af stóru málum vetrarins er svo sýningin \"Ræktun á Norðurlandi\", sem fyrirhugað er að verði haldin höllinni þann 28. mars. Þar verður öllum hrossaræktendum á Norðurlandi boðin þátttaka. Er hér um að ræða myndarlega viðbót við þær sýningjar sem þegar hafa skipað sér sess í Svaðastaðahöllinni.

„Það er alveg ljóst að Svaðastaðahöllin hefur algjörlega breytt landslagi í hestamennsku hér í Skagafirði. Reiðhöllin á Akureyri mun gera það sama, svo og minni hallir sem er verið að reisa úti um landið. Og þó svo að samkeppni verði á milli staða þá býður þetta breytta umhverfi líka upp á aukna möguleika í samvinnu af ýmsu tagi. Við erum til dæmis að undirbúa samstarfsverkefni við Björn Sveinsson á Varmalæk um sölusýningar, sem verða haldnar til skiptis í Svaðastaðahöllinni og Hrímnishöllinni á Varmalæk,“ segir Eyþór.

Í lokin má geta þess til glöggvunar að Eyþór er bróðir hins kunna hestamanns og knapa Bjarna Jónassonar.