Fákar & fjör 2009 - gistimöguleikar

14.04.2009
Helga Árnadóttir á Ási frá Skriðulandi.
Nú fer senn að líða að stórveislu hestamanna á Akureyri – Fákar & Fjör 2009 – en hún verður þann 18. apríl næstkomandi kl 20,30 í reiðhöll Léttis á Akureyri.  Skipuleggjendur finna fyrir miklum áhuga á sýningunni enda munu flestir af helstu ræktendum og keppendum landsins sýna sig með sinn besta hestakost. Nú fer senn að líða að stórveislu hestamanna á Akureyri – Fákar & Fjör 2009 – en hún verður þann 18. apríl næstkomandi kl 20,30 í reiðhöll Léttis á Akureyri.  Skipuleggjendur finna fyrir miklum áhuga á sýningunni enda munu flestir af helstu ræktendum og keppendum landsins sýna sig með sinn besta hestakost.

Rétt er að vekja athygli á því að fyrr um daginn verða Gunnar Arnarsson í Auðsholtshjáleigu og Eyþór Einarsson með áhugaverða fyrirlestra um ræktun og er aðgangur ókeypis á þá fyrirlestra.  Fyrir þá sem ætla að dvelja yfir nótt er bent á að kynna sér gistimöguleika á Akureyri og í nágrenni á heimasíðunni www.visitakureyri.is og gera ráðstafanir í tíma.  Sömu helgi er Skíðalandsmót Íslands í Hlíðarfjalli og því verður líf og fjör í bænum, fjöldi skemmtistaða og skemmtikrafta.   Nú er um að gera að skella sér til Akureyrar og líta á marga af helstu gæðingum og knöpum landsins.