Fáksfréttir

11.02.2009
Reiðkennsla:Sigrún Sigurðardóttir verður reiðkennarinn okkar í höllinni í kvöld á milli kl. 20:00 og 22:00. Frítt fyrir skuldlausa félagsmenn í Fáki. Höllin lokuðí kvöld á milli 19:00-20:00 vegna æfinga fyrir æskan og hesturinn. Herrakvöld Fáks:Herrakvöldið verður næsta laugardag. Ómissandi þáttur í skemmtihaldi Fáksverja. Glæsilegt villibráðarhlaðborð að hætti Jonna Kokks, Helga Braga þrumar yfir lýðnum og Hermann eftirherma verður veislustjóri. Happadrætti með vinninga að verðmæti hátt í millj. Diskó og fjör. Reiðkennsla:Sigrún Sigurðardóttir verður reiðkennarinn okkar í höllinni í kvöld á milli kl. 20:00 og 22:00. Frítt fyrir skuldlausa félagsmenn í Fáki. Höllin lokuðí kvöld á milli 19:00-20:00 vegna æfinga fyrir æskan og hesturinn. Herrakvöld Fáks:Herrakvöldið verður næsta laugardag. Ómissandi þáttur í skemmtihaldi Fáksverja. Glæsilegt villibráðarhlaðborð að hætti Jonna Kokks, Helga Braga þrumar yfir lýðnum og Hermann eftirherma verður veislustjóri. Happadrætti með vinninga að verðmæti hátt í millj. Diskó og fjör.

Miðaverð aðeins kr. 4.900 (hægt að fá miða í Reiðhöllinni eða í Skalla (borgað með peningum)

Allir að mæta og höfum skemmtilega kvöldstund í góðra vina hópi.

Reiðtúr á laugardaginn: Sameiginlegur reiðtúr verður farinn á laugardaginn -stundvíslega kl. 15:00. Lagt verður af stað frá Reiðhöllinni og þar mun einnig hanga uppi orðsending um hvert riðið verður (fyrir þá sem mæta of seint). Kaffi í Reiðhöllinni í boði Fáks að loknum reiðtúr.

Bikarkeppni hestamannafélagana: Á föstudagskvöldið etja hestamannafélögin á höfuðborgarsvæðinu og Máni í Keflavík kappi í þrígangi. Keppt verður í Reiðhöllinni í Gusti og byrjar keppnin kl. 20:00.

Flottir hestar, hörð barátta, aðeins klukkutíma mót, mikil stemmning á pöllunum, frítt inn og við þurfum að hvetja okkar félagsmenn vel en það fara þrír keppendur frá Fáki.

Kveðja frá Fáki