Fáksfréttir

10.01.2011
Uppskeruhátíð barna og unglinga, þorrablót og knapamerkjanámskeið hjá hestamannafélaginu Fák. Uppskeruhátíð barna og unglinga, þorrablót og knapamerkjanámskeið hjá hestamannafélaginu Fák. Uppskeruhátíð barna og unglinga verður haldin fimmtudaginn 13. janúar nk. í félagsheimili Fáks. Hátíðin hefst kl. 19:00 og stendur til 21:00. Allir eru velkomnir. Margt skemmtilegt verður gert s.s.
*Lalli töframaður kemur og sýnir ótrúlegar brellur og sjónhverfingar
*Pizza og gos í boði Fáks
*Afburðarknapar heiðraðir
*Ræðumaður kvöldsins kemur og miðlar úr viskubrunni sínum
*Leyniatriði
*Vetrardagskrá Æskulýðsdeildar kynnt
*Leikir og skemmtun 
Við hvetjum öll börn og unglinga til að mæta og eiga góðan stund saman. 
 
Þorrablót Fáks verður haldið laugardaginn 15. jan. og opnar félagsheimilið kl. 17:00. Þorramatur, harmonikkuleikur, söngur og gleði. Aðgangseyrir kr. 3.000 (frítt fyrir 12 ára og yngri).

Knapamerkjanámskeið hefjast í næstu viku (viðkomandi reiðkennari hefur samband).