Fáksfréttir

19.01.2011
Í febrúar hefst keppnisnámskeið fyrir mikið vana knapa hjá Olil Amble reiðkennara og 26. febrúar hefst reiðnámskeið fyrir  minna  og meira vana knapa hjá Guðmundi Arnarsyni reiðkennara.  Í febrúar hefst keppnisnámskeið fyrir mikið vana knapa hjá Olil Amble reiðkennara og 26. febrúar hefst reiðnámskeið fyrir  minna  og meira vana knapa hjá Guðmundi Arnarsyni reiðkennara. 

1.febrúar  hefst Keppnisnámskeið fyrir mikið vana knapa hjá Olil Amble reiðkennara.
Frábært tækifæri fyrir mjög vana knapa sem vilja skerpa betur á hæfni sinni og fá kennslu frá einum fremsta reiðkennara landsins.  Kennt á þriðjudögum, klukkustund í senn,  alls í 12 skipti. Námskeiðið byrjar þann 1. febrúar til 19. apríl. Fyrsti tími kvöldsins kl. 17: 00 – 18:00. Síðasti tími kl. 21:00 –22:00. Aðeins 2 nemendur saman í kennslu. Staðsetning: Reiðhöllin í Víðidal. Námskeiðið er ætlað fullorðnum eða 18. ára og eldri.
Skráning  verður í Reiðhöllinni á skrifstofu Fáks, þann 18.janúar 20:00 – 21:00
ATH. Aðeins 10 pláss í boði, aðeins skuldlausir Fáksfélagar fá skráningu. Takmarkaður fjöldi.  Skráð og greitt á staðnum.  Verð fyrir 12 skipti kr. 69.000.

26. febrúar Reiðnámskeið fyrir Fáksfélaga. 
Námskeið fyrir minna  og meira vana knapa hjá Guðmundi Arnarsyni reiðkennara.
Í boði eru  8 verklegir tímar , kennt á laugardögum, klukkustund í senn.
1 bóklegur tími. Námskeiðin hefjast  26. febrúar til 16. apríl.
Staðsetning: Reiðhöllin í Víðidal. Námskeiðið er fyrir 18.ára og eldri. 
Verð kr. 22.000.  Aðeins 4 í hverjum hópi.  Takmarkaður fjöldi.
 
Öll miðvikdagskvöld fram í apríl er reiðkennari á vegum Fáks staddur í Reiðhöllinni  frá kl. 20:00 - 22:00 og leiðbeinir þeim sem vilja. Endilega nýtið ykkur þessa fríu þjónustu í boði félagsins en að sjálfssögðu þarf ekki að taka það fram að þessi þjónusta sem og aðgangur að Reiðhöllinni er fyrir skuldlausa félagsmenn.