Fáksfréttir

18.02.2011
Haldinn verður fróðlegur fyrirlestur um fóðrun hrossa í Félagsheimili Fáks í kvöld frá kl. 19.00 – 21:00. Húsið opnar kl. 19:00 og fyrirlesturinn byrjar kl. 20:00. Fyrirlesari er Dr. Sveinn Ragnarsson lektor á Hólum.  Haldinn verður fróðlegur fyrirlestur um fóðrun hrossa í Félagsheimili Fáks í kvöld frá kl. 19.00 – 21:00. Húsið opnar kl. 19:00 og fyrirlesturinn byrjar kl. 20:00. Fyrirlesari er Dr. Sveinn Ragnarsson lektor á Hólum. 

Kjötsúpa, samlokur og bjór selt á vægu verði á staðnum. Frábært að koma beint eftir hesthúsið og fá sér kjötsúpu í góðum félagsskap og fræðast um fóðrun hrossa í leiðinni. Frítt fyrir alla Fáksfélaga.

Meistaradeild UMFÍ og LH í Reiðhöllinni í dag kl. 18-20 Keppt verður í fjórgangi og slakataumatölti.

Bleika töltmótið
Mótið hefst klukkan 14:00 á sunnudag og byrjar það á byrjendaflokki, svo minna vanar, svo meira vanar og loks opinn flokkur.
Mótið er eingöngu ætlað konum og er tileinkað Bleiku slaufunni sem er alþjólegt baráttutákn í baráttunni gegn brjóstakrabbameini. Allir knapar og áhorfendur eru hvattir til að klæðast bleiku í tilefni konudagsins og sýna samstöðu.

Afmælissýning Félags tamningamanna á laugardeginum. Fróðleg sýnikennsla og keppni í Reiðhöllinni.