Fáksfréttir

23.02.2011
Vetrarmót verður haldið nk. laugardag á stóra vellinum. Skráning í félagsheimili Fáks kl. 12:30 – 13:00 og hefst mótið kl. 13:30 með pollaflokki. Vetrarmót verður haldið nk. laugardag á stóra vellinum. Skráning í félagsheimili Fáks kl. 12:30 – 13:00 og hefst mótið kl. 13:30 með pollaflokki. Ekkert skráningargjald er í pollaflokki, barnaflokki og unglingaflokki en kr. 1.000 í öðrum flokkum. Veitingasalan í félagsheimilinu verður opin.
 
Röð flokka er eftirfarandi:
Pollar (allir fá þátttökupening – ekki raðað og má teyma)
Börn
Unglinga
Ungmenni
Konur II
Karlar II
Konur I
Karlar I
 
Sameiginlegur reiðtúr á laugardaginn
 
Flott veður, góðir hestar og skemmtilegur félagsskapur verður í sameiginlegum reiðtúr sem Fáksfélagar ætla að fara í á laugardaginn. Mæting kl. 14:00 hjá reiðgerðinu við Reiðhöllina.
 
Miðasala á Kvennakvöldið
Dömurnar í kvennadeildinni ætla að selja miða á laugardaginn kemur, þann 26.febrúar milli 9 og12 í Félagsheimilinu. Seinni miðasöludagurinn verður svo miðvikudagurinn 2. mars á milli kl. 18 og 20.
Miðaverð er kr. 6.500 á matinn og ballið en kr. 1.500 á ballið
Nú er bara að fara að setja sig í Charleston gírinn og græja dressin!
 
Almennt Reiðnámskeið
Þann 1.mars er skráning á almennt reiðnámskeið sem hefst 8.mars. Kennarar eru þau Róbert Petersen og Vilfríður Fannberg Sæþórsdóttir. Aðeins verða 2 hópar með 4 nemendum hvor og því er takmarkaður fjöldi sem kemst að. Kennt er tvisvar í viku kl. 21- 22  á kvöldin í Reiðhöllinni í Víðidal. Námskeiðið er alls 8 skipti (4 vikur) og er aðeins fyrir 18 ára og eldri (sjá nánar á heimasíðu Fáks http://www.fakur.is/)
Bikarkeppni hestamannafélaganna
Föstudaginn 25. febrúar n.k. ætlum við að hittast upp í reiðhöll kl. 18.30 til að hita okkur upp og æfa hvattningasönginn og fara svo með rútu til Keflavíkur  ( Reiðhöll Mána ) til að styðja okkar lið. Rútan fer frá reiðhöllinni kl. 19.00 og vonumst við til að sem flestir mæti.   Keppt verður tölti og stjórnartölti.   Rútan mun kosta kr. 500,- á mann og vonumst við til að sem flestir láti sjá sig og hvetji okkar lið.
Vinsamlegast sendið okkur línu ef þið ætlið með svo við getum áætlað stærð á rútu.
Þorri     torri@thvottur.is og Ester  ester@bonus.is