Fáksfréttir

05.01.2012
Fákur óskar hestamönnum gleðilegs nýs árs og minnir um leið á nokkra viðburði í félaginu á næstunni. Fákur óskar hestamönnum gleðilegs nýs árs og minnir um leið á nokkra viðburði í félaginu á næstunni.


  • Minnum á lyklar að að Reiðhöllinni verða afhentir nk. fimmtudag kl. 18:00 - 20:00 í Reiðhöllinni og mánudaginn 9. jan kl. 16:30 - 19:00. Eftir þann 9.jan verður aðeins hægt að komast í Reiðhöllina með aðgangslykli sem allir skuldlausir félagsmenn geta fengið.
  • Hrossakjötsveisla hrossaræktenda og Limsverja verður nk. laugardagskvöld. Guðni Ágústsson kemur og þrumar yfir lýðnum, hrossaræktendur verðlaunaðir og ræktun skussanna étin. Tilvalið tækifæri til að koma saman og skemmta sér.
  • Knapamerkjanámskeiðin hefjast 16. janúar. Fljótlega kemur inn á vefinn hjá Fáki upplýsingar um önnur námskeið sem verða í vetur s.s. keppnisnámskeið og almenn námskeið.
  • Sigrún Sigurðardóttir hefur verið ráðin yfirreiðkennari í Fáki og mun hún sjá um utanumhald og skipulag á námskeiðahaldi í Fáki ásamt æskulýðs- og fræðslunefndum Fáks. 
  • Minnum á þorrablót Fáks sem verður þann 14. jan. en það vantar fólk í þorrablótsnefndina sem er gríðarlega skemmtileg nefnd. Endilega hafið samband við okkur til að taka þátt í félagsstarfinu því hlutirnir gerast ekki að sjálfu sér.

www.fakur.is