Fáksfréttir

14.05.2012
*Knapamerkjapróf verður nk. föstudag. Boðið verður upp á endurtökupróf fyrir þá sem vilja í knapamerki eitt, tvö, þrjú og fjögur....

*Knapamerkjapróf verður nk. föstudag. Boðið verður upp á endurtökupróf fyrir þá sem vilja í knapamerki eitt, tvö, þrjú og fjögur. Þeir sem hafa hugsað sér að taka próf í knapamerkjum verða að skrá sig fyrir fimmtudaginn á netfangið ss@fakur.is

*Minnum á kvennareiðtúrinn mikla nk. föstudagskvöld. Lagt af stað frá Reiðhöllinni kl. 18:30 og riðin skemmtilegur hringur og komið svo saman í félagsheimilinu, borðað og sungið.

*Kerrueigendur í A-tröð eru beðnir að færa kerrurnar sínar í bílastæðið fyrir ofan reiðhöllina (malarbílastæðið), vegna framkvæmda sem eru að fara af stað á planinu vegna Landsmóts.

*Lækkað verð á keppnisjökkum Fáks (Fáksjökkunum). Einnig hefur stjórnin ákveðið að styrkja þá sem vilja kaupa sér keppnisjakka fyrir landsmótið með kr. 10.000 auka afslætti (skuldlausir félagar, sjá heimasíðuna).