Fasteignagjöld

07.02.2012
Yfirvöld í Reykjavík ákváðu um áramótin að hækka fasteignagjöld á hesthús í þéttbýli. Hestamenn eru mjög ósáttir við þessa hækkun. Yfirvöld í Reykjavík ákváðu um áramótin að hækka fasteignagjöld á hesthús í þéttbýli. Hestamenn eru mjög ósáttir við þessa hækkun.

Margir munu þurfa að hætta í hestamennskunni þar sem þeir hafi hreinlega ekki efni á því að stunda sportið lengur, er þetta það sem yfirvöld vilja- fækkum hestafólki og fjölgum fólki á Hlemmi. Því jú samkvæmt Forvarnardeginum (www.forvarnardagur.is) er eitt af heilráðum til að forða börnum og unglingum frá fíkniefnum:   „hvetjum börn og unglinga til þátttöku í skipulögðu íþrótta-og æskulýðsstarfi.“

En það eru ekki  allir sem fara þessa leið þar sem fasteignagjöld í Andvara Garðabæ eru ekkiþau sömu og í Reykjavík og Kópavogi.  Árið 2009 ætlaði bæjarstjórn Garðabæjar að hækka fasteignagjöld á hesthúsum sem þeir gerðu en þá stóð stjórn Andvara upp og mótmælti þeim hækkunum og það var leiðrétt með því að gefa afslátt af fasteignagjöldum og eru þau eins og áður, og hafa ekki hækkað neitt.  Ég vil því hrósa bæjarstjórn Garðabæjar fyrir að standa við bakið á hestamönnum sem jafnframt gerir börnum og unglingum auðveldara með að stunda sportið.

Fasteignagjöld í Garðabæ á hesthúsum er 0,5%, Kópavogi 0,625%, Reykjavík 1,65%

Ingibjörg G. Geirsdóttir formaður Andvara