FEIF - Alþjóðleg myndbandasamkeppni æskunnar

03.03.2017

FEIF heldur alþjóðlega myndbandasamkeppni og þetta er liðakeppni þar sem 4-6 manna hópar búa til 3-5 mínútna langt myndband þar sem þemað er: “Power is … [ykkar hugmynd hér]”.

Markmið: að byggja upp liðsanda og samstarf, hvetja til reglulegrar fræðslu og góðs anda í hestamennskunni, koma Íslandshestamennskunni á framfæri, nota og þróa ímyndunaraflið og efla þrautseigjuna sem felst í því að framkvæma, stýra og ljúka verkefni.

Hverjir mega taka þátt: hópar ungs fólks í hestamennsku á íslenskum hestum. Keppni er opin fyrir hópa af stærðinni 4-6 manns. Þátttakendur skulu vera fæddir 1996 og/eða seinna.

Skilyrði: myndbandið verður sýna a.m.k. einn íslenskanhest og í það minnsta helming liðsmanna í hópnum. Söguþráður, sögusvið, tónlist og fleira er algjörlega undir hópnum komið. Allir liðsmenn þurfa að hafa skilgreind hlutverk í framleiðslunni. Athugið að myndbandið verður sýnt fyrir alþjóðlegan hóp, svo skynsamlegt er að hafa efni myndbandsins vel skiljanlegt og reyna að halda samtölum í lágmarki. Myndbandið skal hafa titil og “kreditlista”, dagsetningu og staðsetningu sem og aðrar formlegar upplýsingar sem alvöru myndbönd hafa.

Hvenær: myndböndunum þarf að hlaða upp á YouTube eða svipaða rás en ekki má birta það eða gera “public” fyrr en um miðjan ágúst 2017. Senda þarf myndböndin inn í síðasta lagi 31. maí 2017. Dómnefndin er alþjóðleg sem metur myndböndin.

(Ef tæknilega mögulegt verður), munu vinningsmyndböndin spiluð á stjóra skjánum á heimsmeistaramótinu í Hollandi í ágúst.

Sjá nánari upplýsingar um skráningu og annað hér: www.feif-videocompetition.webnode.be         

Gangi ykkur vel!

F.h. æskulýðsnefndar FEIF,
Bert Collet, 1. mars 2017.

Til foreldra og æskulýðsfulltrúa: keppnin er fyrir unga fólkið. Enginn búnaður annar en myndbandsupptökuvél eða sími, og grunnhugbúnaður á tölvu, er nauðsynlegur. Í anda alþjóðlegs æskulýðsstarf eru foreldrar og aðrir aðstoðarmenn beðnir um að hvetja til og styðja vinnu liðanna, án þess (!) að koma of mikið að verkefninu sjálfu og til að halda kostnaði í lágmarki.   

ATH: knapar á hestbaki skulu alltaf vera með hjálm.

ATH: FEIF áskilur sér rétt til að nota innsent efni sem fréttaefni og til kynningarstarfsemi.