FEIF fréttir í byrjun árs

02.01.2014

Það er nóg að gera við ýmis konar skipulag í samtökum hestamanna um allan heim. FEIF sendir út fréttabréf reglulega og heilsar einmitt nýju ári með einu slíku. Hér má lesa nokkrar fréttir frá samtökunum.

Það er nóg að gera við ýmis konar skipulag í samtökum hestamanna um allan heim. FEIF sendir út fréttabréf reglulega og heilsar einmitt nýju ári með einu slíku. Hér má lesa nokkrar fréttir frá samtökunum.

HM2015 - fundur í Herning
Unnið er hörðum höndum að undirbúningi HM2015 i Herning í Danmörku og komu fulltrúar saman af því tilefni þann 20. desember s.l í Herning. Fundinn sóttu fulltrúar danska Íslandshestasambandsins, undirbúningsnefndin og HM-nefnd FEIF. Einnig voru viðstaddir fulltrúar allra sex Norðurlandaþjóðanna, sem nýlega mynduðu samband og styðja þennan undirbúning með fjármagni og aðstoð við undirbúning.

FEIF Youth Cup 2014
Youth Cup verður haldið í 11. sinn í sumar á Hólum í Hjaltadal dagana 11. - 20. júlí. "Cupinn" er fyrir unglinga á aldrinum 14-17 ára. Nánari upplýsingar um umsóknarfrest og fleira í þeim dúr koma von bráðar á heimasíðu LH, www.lhhestar.is 

Mennta- og íþróttanámskeið
FEIF heldur námskeið fyrir dómara og þjálfara á Kronshof dagana 21. -23. mars n.k. Námskeiðið er opið fyrir alla þjálfara með 1. - 3. stig, fyrir alþjóðlega íþrótta- og kynbótadómara og ef pláss leyfir, einnig fyrir landsdómara og nýdómara (trainees). Lögð verður áhersla á byggingu, lífeðlisfræði, reiðmennsku við þjálfun, keppnisreiðmennsku og dómgæslu. Nýi leiðarinn fyrir íþróttadómara verður kynntur. Erindi halda þau Susanne Braun (dómari, dýralæknir og chiropraktor), Michael Weishaupt (FEIF hoof study), og Elisabet Jansen (Hólar, alþj. kynbóta- og íþróttadómari). Allar nánari upplýsingar um námskeiðið fást á heimasíðu FEIF. 

Aðalfundur FEIF 2014
Fundurinn verður haldinn á Icelandair Reykjavik Natura dagana 7. - 9. febrúar 2014. Fundurinn er skipulagður í samstarfi LH, BÍ og FEIF. Fundurinn hefst föstudaginn 7.2. kl. 16:00 og stendur fram á sunnudaginn 9.2. kl. 11:00. Boðsbréf hafa verið send á öll aðildarlönd FEIF frá FEIF skrifstofunni.