FEIF ráðstefnan Malmö

06.03.2012
FEIF ráðstefna var haldin um helgina í Malmö.  Þar var margt um manninn, vel yfir hundrað af velunnurum íslenska hestsins.  Rástefnan hófst á föstudeiginum með setningu formanns FEIF, Jens Iversen.   FEIF ráðstefna var haldin um helgina í Malmö.  Þar var margt um manninn, vel yfir hundrað af velunnurum íslenska hestsins.  Rástefnan hófst á föstudeiginum með setningu formanns FEIF, Jens Iversen.  

Breytingar og fjölgun urðu í stjórn FEIF, Ian Pugh sem sat í stjórn fyrir hönd menntanefndar FEIF gaf ekki kost á sér en í hans stað kom inn Gundula Sharman Bretlandi.  Lone Hoegholt Danmörku kom ný inn og situr fyrir hönd nýrrar nefndar sem kallast „riding in the nature“ útreiðar í náttunni.  Aðrir stjórnarmenn eru, Jens Iversen formaður, Marko Mazeland  sportnefnd, Marlise Grimm kynbótanefnd, Anne Svantesson æskulýðsnefnd og Gunnar Sturluson varaformaður LH og meðstjórnandi stjórnar FEIF.

Tveir dýralæknar kynntu verkefni sem þeir eru að vinna að á ráðstefnunni.   Sigríður Björnsson dýralæknir hrossasjúkdóma hjá MAST kynnti  niðurstöður úr verkefninu „Klár í keppni“ sem hefur verið notað á síðustu Landsmótum.  Einnig kynnti Sara Mikkelsen dýralæknir verkefni sem hún er að vinna að á hófum íslenska hestsins.

Formaður danska íslandshestasambandsins og formaður FEIF undirrituðu samning þess efnis að Heimsmeistamót íslenska hestsins verði haldið í Danmörku árið 2015, nánar tiltekið í Herning, síðast var Heimsmeistamót þar árið 2005 og tókst það með ágætum.

Marko Mazeland formaður sportnefndar FEIF tilkynnti að árið 2012 ætti að tileinka faglegri og fallegri reimennsku og hvatti þar af leiðandi knapa, dómara og aðra tengda aðila sem koma að reiðmennsku, mótahaldi og kennslu að verðlauna fyrir „Good and harmonious riding“
Í framhaldi að tilkynningu formanns sportnefndar FEIF var Sigurbirni Bárðarsyni veitt viðurkenning einmitt fyrir faglega og framúrskarandi reiðmennsku í áraraðir og er vel af þessari viðurkenningu komin. 

Nánari fréttir af ráðstefnunni munu birtast á vef okkar á næstu dögum