FEIF-þingið 2019

08.02.2019

FEIF-þingið 2019 var haldið dagana 1. til 3. febrúar í Berlín.

Fulltrúar Íslands á þinginu voru:
Lárus Ástmar Hannesson formaður LH,
Sóley Margeirsdóttir varaformaður LH,
Ólafur Þórisson formaður keppnisnefndar LH,
Karen Emilía Woodrow formaður æskulýðsnefndar LH,
Hulda Gústafsdóttir nefndarmaður í keppnisnefnd FEIF,
Þorvaldur Kristjánsson nefndarmaður í ræktunarnefnd FEIF,
Sveinn Ragnarsson nefndarmaður í menntanefnd FEIF,
Helga B. Helgadóttir nefndarmaður í æskulýðsnefnd FEIF,
Hjörný Snorradóttir framkvæmdastjóri LH,
Jón Baldur Lorange fulltrúi WorldFengs,
Jelena Ohm verkefnisstjóri Horses of Iceland.

Gagnlegar umræður fóru fram í nefndum á þinginu. Settur var á laggirnar starfshópur til að fara yfir stöðu gæðingakeppninnar í löndum FEIF, hópurinn mun koma með tillögur um framtíðarfyrirkomulag gæðingakeppni innan FEIF.  Varðandi reglur leyfilegan búnað var samþykkt að ekki væri ástæða til að hafa mismunandi reglur fyrir íþróttakeppni og kynbótasýningar og var settur á legg vinnuhópur sem var falið að skoða þær reglur. 

Nánari upplýsingar um störf FEIF-þingsins er að finna á heimasíðu FEIF.