FEIF Youth Camp í Finnlandi 2023

10.02.2023
Þátttakendur í Youth Camp á Íslandi 2019 Mynd: Helga B. Helgadóttir

FEIF Youth Camp námsbúðirnar verða haldnar dagana 14-19. júlí 2023 í Ypåjå í Finnlandi.

FEIF Youth Camp eru námsbúðir fyrir hestakrakka á aldrinum 14-17 ára á árinu. Markmið þeirra er að kynna krakka frá aðildarlöndum FEIF fyrir hestamenningu annara þjóða, auka skilning á menningarlegum mun okkar að nálgast hestinn og að hitta ungt fólk með sama áhugamál. 

Það sem verður meðal annars á dagskrá er:

  • Reiðtúrar á íslenskum hestum í fallegu landslagi, hádegisverður við varðeld
  • Sýnikennsla og fyrirlestur um flugskeið
  • Kynningarferð um Hestaháskóla Ypåjå 
  • Kynning á finnska hestinum og finnskri hestamenningu
  • Vinnustofur: Leðurvinna, járningar
  • Kynnast nýjum krökkum og eignast nýja vini
  • Farið er í sauna og synt í finnskum vötnum
  • Og margt fleira!

Athugið að í þessari ferð er töluð enska og er þetta frábært tækifæri til að efla enskuna betur. 

Umsóknarfrestur um að fara út fyrir Íslands hönd er til 1. apríl 2023 og hægt er að nálgast umsóknina með því að smella hér.

Kostnaður við búðirnar er 660 evrur (ca. 104.000 eins og gengið er í dag), en inní því er fæði, allar ferðir og afþreying.  Flug til Finnlands, vasapeningur og annað er ekki innifalið.

Skrifstofa LH veitir allar nánari upplýsingar í síma 514 4030 eða í gegnum netfangið lh@lhhestar.is.