FEIF Youth Camp í Noregi 2013

02.04.2013
FEIF Youth Camp sumarbúðirnar verða haldnar dagana 22. – 29. júlí 2013 í vesturhluta Noregs, milli Álasunds og Moldö. Þetta eru sumarbúðir fyrir hestakrakka á aldrinum 13-17 ára á árinu og markmið þeirra er að kynna krakka frá aðildarlöndum FEIF fyrir (hesta)menningu annara þjóða og að hitta ungt fólk með sama áhugamál.

FEIF Youth Camp sumarbúðirnar verða haldnar dagana 22. – 29. júlí 2013 í vesturhluta Noregs, milli Álasunds og Moldö. Þetta eru sumarbúðir fyrir hestakrakka á aldrinum 13-17 ára á árinu og markmið þeirra er að kynna krakka frá aðildarlöndum FEIF fyrir (hesta)menningu annara þjóða og að hitta ungt fólk með sama áhugamál.

Það er norska Íslandshestasambandið í samstarfi við þjálfunarstöðvarnar Kjersem og SP og hestamannafélagið á staðnum, Vestnes. Gistingin verður til að mynda í Kjersem.

Það sem krakkarnir munu hafa fyrir stafni í Noregi er til dæmis þetta:

  • 2 reiðtúrar á íslenskum hestum í hinum stórfenglegu norsku fjöllum
  • Fjallganga upp á eitt fallegasta fjall Noregs með leiðsögumanni sem hefur klifið Mount Everest
  • Fræðsla um tamningu hesta
  • Dagsheimsókn til heimsmeistarans Stians Pedersen
  • Farið í viðarkyntan heitan pott
  • Skoðunar- og verslunarferð í Ålesund
  • Þjálfað fyrir litla keppni
  • Geirangursfjörður heimsóttur en hann er sannarlega fallegur staður og er m.a. á heimsminjaskrá UNESCO
  • Grillkvöld og margt fleira!

 

Umsóknarfrestur um að fara út fyrir Íslands hönd er til 5. apríl 2013 og skulu umsóknirnar berast á netfangið hilda@landsmot.is fyrir þann tíma.

Umsóknareyðublað er að finna á vef LH, www.lhhestar.is undir Æskulýðsmál. Einnig hægt að nálgast umsóknina með því að smella hér.

Kostnaður við búðirnar er €550 sem er fæði, uppihald og allar ferðir og afþreying í Noregi. Flug og ferðir til og frá FEIF YC staðnum í Noregi eru ekki innifaldar.

Skrifstofa LH veitir allar nánari upplýsingar í síma 514 4030 eða í gegnum netfangið hilda@landsmot.is.