FEIF YouthCamp - umsóknarfrestur til 6.mars

02.03.2011
FEIF Youth Camp verður haldð í Skotlandi árið 2011. Dagsetning: 23. – 30. júlí 2011. Verð: 530 - 550 €. FEIF Youth Camp verður haldð í Skotlandi árið 2011. Dagsetning: 23. – 30. júlí 2011. Verð: 530 - 550 €. Hvert land hefur rétt til að senda 2 þátttakendur, en einnig verður biðlisti ef sæti losna, sem hefur verið undanfarin ár. Flugfargjald er ekki innifalið í þátttökugjaldinu.

Skilyrði: Þátttakendur verða að vera á aldrinum 13 – 17 ára, á árinu, verða hafa einhverja reynslu í hestamennsku og geti skilið og talað ensku.

Staðsetning: Búðirnar verða haldnar í Broomlee outdoor center í Skotlandi. 22,5  km. fyrir utan Edinborg. Nánari upplýsingar um staðinn er að finna á www.soec.org.uk/pages/broomlee.asp

Dagskrá: Í grófum dráttum er dagskráin á þessa leið; farið verður á hestbak í skosku hálöndunum, sýnikennsla á hestum, heimsókn í Edenborgarkastala, draugaganga í gömlu Edinborg, útivera og hefðbundin skosk kvöldvaka.

Umsóknir þurfa að berast á skrifstofu LH, Engjavegi 4, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík fyrir 06. mars 2011. Á umsókninni þarf að koma fram nafn, kennitala, heimili, í hvaða hestamannafélagi viðkomandi er og nokkrar línur um reynslu í hestamennsku.
 
Þegar búið verður að velja þá úr sem uppfylla skilyrðin verður dregið úr umsóknum.

Æskulýðsnefnd LH