Félagsandinn blívur

03.11.2008
Þingheimur á 56. Landsþingi LH var ekki tilbúinn að samþykkja tillögu Geysis um að fækka keppendum í hverjum flokki gæðingakeppninnar niður í 80 að hámarki og láta einkunnir ráða þátttökurétti.Þingheimur á 56. Landsþingi LH var ekki tilbúinn að samþykkja tillögu Geysis um að fækka keppendum í hverjum flokki gæðingakeppninnar niður í 80 að hámarki og láta einkunnir ráða þátttökurétti.Þingheimur á 56. Landsþingi LH var ekki tilbúinn að samþykkja tillögu Geysis um að fækka keppendum í hverjum flokki gæðingakeppninnar niður í 80 að hámarki og láta einkunnir ráða þátttökurétti.

Tillaga Geysis gerir ráð fyrir að hvert hestamannafélag hafi rétt á að senda einn keppanda í hverjum flokki á Landsmót en að öðru leyti ráðist keppnisréttur eftir einkunn á viðurkenndu úrtökumóti. Í greinargerð með tillögunni segir að viðurkennt sé að fjöldi keppenda á LM sé of mikill. Ekki hafi þó verið brugðist við. Þetta sé leið til að fækka keppendum og auka styrkleika Landsmótanna og gleðja þannig enn frekar augu áhorfenda.

Snarpar umræður urðu um þessa tillögu og ljóst er að menn eru ekki tilbúnir til að kveðja ungmennafélags andann. Ýmsir tóku til máls. Vildu sumir meina að Landsmótin ættu aðeins að vera fyrir þá bestu. Aðrir minntu á að Landsmót hestamanna séu mót hestamannafélaganna og þátttökuréttur þeirra sé sjálfssagður. Ekki megi gera Landsmótin að móti atvinnumanna eingöngu. Í lok umræðna var tillögunni vísað til milliþinganefndar.

Á myndinni er Sigurbjörg Jónsdóttir, fánaberi Ljúfs á LM2008.