Felixnámskeið á vegum ÍSÍ & UMFÍ

01.10.2010
Felix –Fyrstu skrefin 5. Október kl. 14-16, Íþróttamiðstöðin í Laugardal salur D. Felix –Fyrstu skrefin 5. Október kl. 14-16, Íþróttamiðstöðin í Laugardal salur D. Markmið: Að nemendur öðlist grunnþekkingu á Felix, kynnist uppbyggingu kerfisins og geti uppfært helstu upplýsingar í kerfinu, sem lítur að daglegum rekstri.
Fyrir hvern: Þetta námskeið er ætlað öllum þeim sem eru að byrja að fóta sig í Felixkerfinu.
Námsefni: Á námskeiðinu verður farið í uppbyggingu kerfisins og helstu aðgerðir.  Kennt verður m.a. að skrá inn einstaklinga í hópa, afrita, fjarlægja, eyða  eða flytja einstaklinga milli hópa. Þá verður kennt að uppfæra upplýsingar um einstaklinga s.s. símanúmer og netfang og kennt að senda tölvupóst beint úr kerfinu. Farið verður í það að taka út skýrslur og fjallað um hvernig má nýta þær s.s. til að byggja upp bankaupplýsingar.
Lengd: 2 klukkustundir
Námsgögn: Unnið út frá handbókinni Felix – fyrstu skrefin sem finna má á heimasíðu ÍSÍ.
Aðstaða: Ekki er gert ráð fyrir að nemendur séu með eigin tölvur heldur er um sýnikennslu á skjá að ræða. Hins vegar er fólki velkomið að koma með vélar og boðið er upp á nettenginu á staðnum.
Fjöldi þátttakanda: Hámark 15 manns.
Lengd: 2 klukkustundir
Þátttökugjald er ekkert