Ferðapakkar á HM í Sviss

26.09.2024

Sumarið 2025 verður Heimsmeistaramót íslenska hestsins haldið í Sviss. Eins og flestir vita þá eru þessi HM mót með glæsilegri, ef ekki sá glæsilegasti, viðburðum sem haldin eru á erlendri grundu með Ísland í forgrunni.

Mótið er dagana 4. - 10. ágúst og fer fram í Birmenstorf í Sviss

Birmenstorf er lítið þorp í ca 30 km fjarlægð frá Zürich og mótssvæðið “Hardwinkelhof” í útjaðri þess. Mjög aðgengilegt og fallegt mótssvæði. Með fullri virðingu fyrir síðasta HM móti, sem haldið var 2009 í Sviss, þá er Handwinkelhof miklu aðgengilegri mótsstaður en var þá. Stutt er til Baden sem er mjög líflegur, fallegur bær og einfalt að njóta lífsins þar.

Eins og áður þá býður VERDI Sport upp á pakkaferðir á mótið.

Hér eru upplýsingar um ferðapakka VERDI