Fimm nýir alþjóðlegir kynbótadómarar

28.04.2009
Elisabet Jansen er einn fimm nýrra alþjóðlegra kynbótadómara.
Fimm náðu prófi á alþjóðlegu FEIF-réttinda námskeiði fyrir kynbótadómara sem haldið var á Hólaskóla fyrir skömmu. Tíu tóku þátt í námskeiðinu, þar af fjórir íslenskir ríkisborgarar. Allir íslensku nemendurnir stóðust prófið og einn frá Danmörku. Fimm náðu prófi á alþjóðlegu FEIF-réttinda námskeiði fyrir kynbótadómara sem haldið var á Hólaskóla fyrir skömmu. Tíu tóku þátt í námskeiðinu, þar af fjórir íslenskir ríkisborgarar. Allir íslensku nemendurnir stóðust prófið og einn frá Danmörku.

Kennarar á námskeiðinu voru þeir Víkingur Gunnarsson deildarstjóri hestafræðideildar og Guðlaugur Antonsson hrossaræktarráðunautur Bændasamtakanna. Prófdómari var John Siiger Hansen.

Þeir sem stóðust prófið voru:

Elsa Albertsdóttir, Íslandi
Elisabet Jansen, Íslandi
Friðrik Már Sigurðsson, Íslandi
Steinunn Anna Halldórsdóttir, Íslandi
Lotte Berg, Danmörku