Fimmgangur annað kvöld

09.03.2011
Keppt verður í fimmgangi annað kvöld í Meistaradeild í hestaíþróttum. Keppnin hefst klukkan 19:30 í Ölfushöllinni. Nú hafa allir keppendur skilað inn upplýsingum um keppnishrossin og er óhætt að segja að það verði hart barist annað kvöld. Keppt verður í fimmgangi annað kvöld í Meistaradeild í hestaíþróttum. Keppnin hefst klukkan 19:30 í Ölfushöllinni. Nú hafa allir keppendur skilað inn upplýsingum um keppnishrossin og er óhætt að segja að það verði hart barist annað kvöld.

Á ráslistanum er að finna margfalda fimmgangssigurvegara, Íslandsmeistara, hátt dæmd kynbótahross, þaulreynd keppnishross og önnur bráðefnileg.

Forsala aðgöngumiða er hafin í verslunum Top Reiter, Líflands og Baldvini og Þorvaldi. Aðgangseyrir er krónur 1.500,- en miðar verða einnig seldir við innganginn. Eins og áður verður bein útsending frá mótinu á http://www.meistaradeild.is/

Hér að neðan eru ráslistar fyrir annað kvöld:

Nr Knapi Lið Hestur
1 John Kristinn Sigurjónsson Málning / Ganghestar Sál frá Ármóti
2 Teitur Árnason Árbakki / Norður-Götur Þulur frá Hólum
3 Sigurbjörn Bárðarson Lýsi Stakkur frá Halldórsstöðum
4 Elvar Þormarsson Spónn.is Skuggi frá Strandarhjáleigu
5 Þórdís Erla Gunnarsdóttir Auðsholtshjáleiga Hreggviður frá
Auðsholtshjáleigu
6 Sigursteinn Sumarliðason Spónn.is Bergþór frá Feti
7 Sigurður Óli Kristinsson Lýsi Gígur frá Hólabaki
8 Hulda Gústafsdóttir Árbakki / Norður-Götur Seifur frá Prestsbakka
9 Sigurður Sigurðarson Lýsi Svalur frá Blönduhlíð
10 Edda Rún Ragnarsdóttir Auðsholtshjáleiga Hreimur frá Fornusöndum
11 Arnar Bjarki Sigurðarson Hrímnir Vonandi frá Bakkakoti
12 Sólon Morthens Spónn.is Frægur frá Flekkudal
13 Bylgja Gauksdóttir Auðsholtshjáleiga Andrá frá Dalbæ
14 Anna Valdimarsdóttir Málning / Ganghestar Björk frá Vindási
15 Jakob Svavar Sigurðsson Top Reiter / Ármót / 66°Norður Hylling frá
Flekkudal
16 Hinrik Bragason Árbakki / Norður-Götur Glymur frá Flekkudal
17 Þorvaldur Árni Þorvaldsson Top Reiter / Ármót / 66°Norður Gjafar frá Hvoli
18 Viðar Ingólfsson Hrímnir Már frá Feti
19 Vignir Siggeirsson Hrímnir Heljar frá Hemlu
20 Guðmundur Björgvinsson Top Reiter / Ármót / 66°Norður Skjálfti frá
Bakkakoti
21 Sigurður Vignir Matthíasson Málning / Ganghestar Máttur frá Leirubakka