Fjarnám ÍSÍ

08.02.2011
ÍSÍ býður upp á fjarnám í þjálfaramenntun á vorönn eins og undanfarin ár.  Að þessu sinni er boðið upp á nám bæði á 1. og 2. stigi almenns hluta þjálfaramenntunarinnar sem gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar.  ÍSÍ býður upp á fjarnám í þjálfaramenntun á vorönn eins og undanfarin ár.  Að þessu sinni er boðið upp á nám bæði á 1. og 2. stigi almenns hluta þjálfaramenntunarinnar sem gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar.  Námið tekur 8 vikur á 1. stigi og 5 vikur á 2. stigi.  Námið á 1. stigi hefst mánudaginn 21. febrúar nk. en námið á 2. stigi hefst mánudaginn 28. febrúar.  Námið á 1. stigi er öllum opið sem lokið hafa grunnskólaprófi en þjálfarar sem sækja 2. stig þurfa að hafa lokið við 1. stigið hjá ÍSÍ eða í skólakerfinu s.s. ÍÞF 1024 í framhaldsskóla.  Allir þjálfarar sem ljúka námi fá þjálfaraskírteini frá ÍSÍ með þeim réttindum sem um ræðir en skírteinið er samræmt fyrir námskeið ÍSÍ og sérsambanda.  Þjálfarar sækja einnig námskeið hjá því sérsambandi eða jafnvel sérsamböndum sem þeir kjósa.  Þar er farið í íþróttagreinina sjálfa og reglur í tengslum við hana.

Skráning er á namskeid@isi.is eða í síma 514-4000 og þarf henni að vera lokið á síðasta föstudegi fyrir upphaf námskeiðs.  Við skráningu þarf að gefa upp fullt nafn, heimilisfang, kennitölu, netfang og að sjálfsögðu á hvort námskeiðið viðkomandi er að skrá sig á.

Allar frekari upplýsingar veitir sviðsstjóri fræðslusviðs í síma 460-1467 eða á vidar@isi.is