Fjölbreytt úrval í mat og drykk á Landsmóti

24.03.2010
Óttar Angantýsson, sölustjóri Ölgerðarinnar og Haraldur Örn Gunnarsson, sölustjóri Landsmóts handsala samstarfið
Það er ávallt nóg umleikis í skipulagningu Landsmóts síðustu mánuðina enda aðeins rétt um þrír mánuðir þangað til veislan hefst.  Að undanförnu hafa starfsmenn verið að ganga frá samningum er lúta að hinum ýmsu verkþáttum.  Í vikunni var gengið frá veigamiklum samningum varðandi veitingamálin og óhætt að fullyrða að fjölbreytnin verði í fyrirrúmi í mat og drykk á Vindheimamelum í sumar. Það er ávallt nóg umleikis í skipulagningu Landsmóts síðustu mánuðina enda aðeins rétt um þrír mánuðir þangað til veislan hefst.  Að undanförnu hafa starfsmenn verið að ganga frá samningum er lúta að hinum ýmsu verkþáttum.  Í vikunni var gengið frá veigamiklum samningum varðandi veitingamálin og óhætt að fullyrða að fjölbreytnin verði í fyrirrúmi í mat og drykk á Vindheimamelum í sumar.

Ölgerðin er aðaldrykkjavörubirgi Landsmóts 2010 enda hefur samstarf Landsmóts við fyrirtækið verið með eindæmum gott síðustu mót.  Við lofum þó að ekki verði einungis ástarsamband Egils maltsins og appelsíns á boðstólum enda Ölgerðin með afar fjölbreytta drykkjarvörulínu.

Útboði veitinga er einnig lokið og munu sex veitingaaðilar sjá um að enginn verði svangur í brekkunni.  Aðalveitingaaðili í stóra samkomu- og veitingatjaldinu er Veislumúlinn undir vaskri stjórn þeirra Jóa og Brynjars.  Hamborgarabúllan og Pizzavagninn mæta nú einnig aftur til leiks eftir að hafa hvílt sig í tvö ár eftir örtröðina á Hellu 2008. 

Asískur matur verður einnig á boðstólum sem og kjötsúpa og margt fleira.  Án vafa mun það gleðja margan kaffisjúklinginn að hinn eini sanni Kaffibíll verður á staðnum en hann skartar, hvorki meira né minna en tveimur Íslandsmeisturum í kaffigerð.

Eins og venja er á íslenskum sveitaheimilum;  mun enginn fara svangur né þyrstur frá borðum á Vindheimamelum í sumar!