Fjölskyldustemning á stórsýningu Hestadaga

31.03.2011
Föstudagskvöldið 1.apríl kl 20:00 blása hestamannafélögin á höfuðborgarsvæðinu í lúðra og sameinast um að halda fjölskylduvæna og hressilega sýningu í Reiðhöllinni í Víðidal, þar sem fjölbreytt skemmtun verður í boði og að sjálfsögðu verður íslenski hesturinn í aðalhlutverki. Gestir munu fá að fylgjast með börnum og unglingum sýna gæðinga sýna með stolti, ungmenni og fullorðnir sýna bæði klárhross og alhliðahross og að auki fá gestir innsýn í hluta af menntakerfi hestamanna, nefnilega Knapamerkin. Föstudagskvöldið 1.apríl kl 20:00 blása hestamannafélögin á höfuðborgarsvæðinu í lúðra og sameinast um að halda fjölskylduvæna og hressilega sýningu í Reiðhöllinni í Víðidal, þar sem fjölbreytt skemmtun verður í boði og að sjálfsögðu verður íslenski hesturinn í aðalhlutverki. Gestir munu fá að fylgjast með börnum og unglingum sýna gæðinga sýna með stolti, ungmenni og fullorðnir sýna bæði klárhross og alhliðahross og að auki fá gestir innsýn í hluta af menntakerfi hestamanna, nefnilega Knapamerkin.

Einnig munum við fá sólóatriði frá heimsmeistaranum Guðmundi Einarssyni og syngjandi flott lokaatriði. Til að poppa enn frekar upp stemninguna í höllinni, ætla þeir Halli og Heiðar í Botnleðju að mæta með Pollapönk í farteskinu og spila og skemmta áhorfendum af sinni alkunnu snilld.
Miðaverð er einungis kr. 1000 og frítt fyrir 13 ára og yngri.

Missið ekki af þessu, sjáumst í Reiðhöllinni í Víðidal!