Fjórðungsmót á Austurlandi

13.06.2013
Fjórðungsmót á Austurlandi verður haldið dagana 20. - 23. júní að Fornustekkum í Hornafirði. Isibless.is tók skemmtilegt viðtal við Ómar Inga Ómarsson en hann er einn af skipuleggjendum mótsins. Viðtalið má lesa í heild sinni hér.

Fjórðungsmót á Austurlandi verður haldið dagana 20. - 23. júní að Fornustekkum í Hornafirði. Isibless.is tók skemmtilegt viðtal við Ómar Inga Ómarsson en hann er einn af skipuleggjendum mótsins. Viðtalið má lesa í heild sinni hér. 

Fjórðungsmót á Austurlandi verður haldið dagana 20. - 23. júní að Fornustekkum í Hornafirði.
Skráning í keppnisgreinar:
1. Gæðinga- barna- unglinga og ungmennakeppni:
1 x keppandi fyrir hverja byrjaða 25 félaga.

Formenn hestamannafélaganna eru ábyrgir fyrir skráningu í SportFeng. Senda skal inn nafn og kennitölu knapa og hests.
Sjá að öðru leyti lög og reglur LH.

Skráningargjald fyrir hvern keppanda er 4.000 krónur.
----------------------------------------------

2. Töltkeppni (100,000isk verðlaunafé) og slaktaumatölt, er opið á landsvísu.

Ekki er krafist lágmarkseinkunnar. Hver einstakur keppandi er ábyrgur fyrir sinni skráningu.

Keppt er í tveimur flokkum í tölti og einum flokki í slaktaumatölti:

Opinn flokkur: Atvinnumenn og meira vanir, 22 ára og eldri.

Áhugamannaflokki: Minna vanir, fullorðnir og ungmenni 18-21 árs

Skráning sendist í SportFeng. Frekari upplýsingar um skráningar er hægt að fá í símum: 847-1205 (Tobba), 865-3302 (Bryndís), 896-6465 (Pálmi).

Skráningargjald í töltkeppni er 5.000 krónur á keppanda.
------------------------------------------------

3. Fljúgandi 100m skeið, 150m og 250m skeið.(50,000isk verlaunafé í hverri skeiðgrein fyrir sig!)

Opnar keppnisgreinar á landsvísu. Ekki er krafist lágmarkstíma.
Hver einstkakur keppandi er ábyrgur fyrir sinni skráningu.

Skráning sendist í SportFeng. Frekari upplýsingar um skráningar er hægt að fá í símum: 847-1205 (Tobba), 865-3302 (Bryndís), 896-6465 (Pálmi).

Skráningargjald í skeiðgreinar er 5.000 krónur.