Fleiri frábærir gæðingar í stóðhestaveltunni á Þeir allra sterkustu

17.04.2019

Í pottinum í stóðhestaveltunni til styrktar landsliði Íslands í hestaíþróttum eru u.þ.b. 100 hátt dæmdir stóðhestar. Stóðhestaveltan virkar þannig að þú kaupir umslag á 35.000 kr., í hverju umslagi er ávísun á toll undir einn af þeim hestum sem eru í pottinum. Girðingagjald er ekki innifalið. Sala á umslögum fer fram á stórsýningunni „Þeir allra sterkustu“ í TM-höllinni á Fákssvæðinu í Víðidal.

 Næstu 15 hestar sem við kynnum í stóðhestaveltunni eru:

Loki frá Selfossi, tollinn gefur Lokarækt sf.
Eldjárn frá Tjaldhólum, tollinn gefur Snorri Snorrason
Vákur frá Vatnsenda, tollinn gefur Hafliði Halldórsson
Kjarni frá Þjóðólfshaga, tollinn gefur Sigurður Sigurðarson
Kjerúlf frá Kollaleiru, tollinn gefur Hans Friðrik Kjerulf og Leó Geir Arnarson
Hagur frá Hofi Höfðaströnd, tollinn gefur Hofstorfan slf.
Álfarinn frá Syðri-Gegnishólum, tollinn gefur Olil Amble
Herkúles frá Ragnheiðarstöðum, tollinn gefur Helgi Jón Harðarson
Örvar frá Gljúfri, tollinn gefur Helga María Jónsdóttir, Jóhannes Helgason og Jón Óskar Jóhannesson
Arður frá Brautarholti, tollinn gefur Bergsholt sf. og HJH Eignarhaldsfélag
Bósi frá Húsavík, tollinn gefur Vignir Sigurólason
Hrafn frá Efri Rauðalæk, tollinn gefur Hjalti Halldórsson og Petrína Sigurðardóttir
Grámann frá Hofi á Höfðaströnd, tollinn gefur Hofstorfan slf.
Sesar frá Steinsholti, tollinn gefur Jakob Svavar Sigurðsson
Skugga-Sveinn frá Þjóðólfshaga, tollinn gefur Sigurður Sigurðarson

LH þakkar gefendum tollanna stuðninginn.