Fleiri myndir frá Landsþingi LH

27.10.2010
57. Landsþing Landssamband hestamannafélaga var haldið á Akureyri dagana 22. og 23. október síðastliðinn. Hér má sjá fleiri myndir frá Landsþingi LH. 57. Landsþing Landssamband hestamannafélaga var haldið á Akureyri dagana 22. og 23. október síðastliðinn. Hér má sjá fleiri myndir frá Landsþingi LH. Séð yfir fundarsalinn á Landsþingi
Séð yfir fundarsalinn á Landsþingi áður en þingið hófst.


Hluti af fyrrverandi stjórn LH situr fyrir svörum á Landsþinginu. Talið frá vinstri: Oddur Hafsteinsson (áfram í aðalstjórn), Sigfús Helgason (hættir), Sigrún Valdimarsdóttir (hættir), Maríanna Gunnarsdóttir (áfram í varastjórn) og Sigurður Ævarsson (áfram í aðalstjórn).


Einar Höskuldsson í ræðupúlti þakkar fyrir sig eftir að hafa hlotið heiðursmerki LH. Þingforsetar föstudagsins þeir Sigurður J. Sigurðsson og Sveinbjörn Sveinbjörnsson sitja hjá. Einnig sést í Harald Þórarinsson formann.


Lárus Á. Hannesson formaður GDLH og Gylfi Geirsson formaður HÍDÍ voru áheyrnarfulltrúar á þinginu. Fyrir aftan þá til hægri sést glitta í Sæþór Fannberg nefndarmann í Aganefnd LH.


Æskulýðsfulltrúar að störfum í Æskulýðsnefnd. Talið frá vinstri: Hrafnhildur Pálsdóttir Andvara, Ágúst Hafsteinsson Sleipni og Anna Sigurðardóttir Fák.


Fráfarandi stjórnarmaður LH síðastliðinn 14 ár, Sigfús Helgason hestamannafélaginu Létti á Akureyri, situr og hlýðir á þingið.


Menn þungt hugsi að störfum í Keppnisnefnd.


Fjölmennir Fáksfélagar í Keppnisnefnd. Talið frá vinstri: Hrefna María Ómarsdóttir, Sigurbjörn Bárðarson, Hulda Gústafsdóttir, Edda Rún Ragnarsdóttir og Árni Guðmundsson.


Stór hluti þingfulltrúa störfuðu í Allsherjarnefnd svo að ekki dugði minna til en þingsalurinn sjálfur.


Landsmótspíurnar Anna Lilja Pétursdóttir starfsmaður LM og Jóna Fanney Friðriksdóttir framkvæmdastjóri LM sátu og hlýddu á þingið.


Hressir á Landsþingi, talið frá vinstri: Guðmundur í Skálakoti, Kristinn Hugason og Darri Gunnarsson.


Birgir Leó Ólafsson formaður Mannvirkjanefndar LH og Halldór Svansson nefndarmeðlimur Mannvirkjanefndar og þingfulltrúi Gusts.