Forsala aðgöngumiða hafin

23.01.2012
Forsala aðgöngumiða fyrir fyrsta mót Meistaradeildar í hestaíþróttum 2012 hófst nú um helgina. Mótið hefst klukkan 19:00 á fimmtudag og verður keppt í fjórgangi. Forsala aðgöngumiða fyrir fyrsta mót Meistaradeildar í hestaíþróttum 2012 hófst nú um helgina. Mótið hefst klukkan 19:00 á fimmtudag og verður keppt í fjórgangi.

Gera má ráð fyrir að margir af sterkustu hestum landsins verði skráðir til leiks.

Knapar voru við æfingar í Ölfushöllinni um helgina og sáust mikil tilþrif á gólfinu á meðan æfingar fóru fram. Má því gera ráð fyrir harðri baráttu á fimmtudaginn. Fyrstu upplýsingar um keppnishrossin eru byrjaðar að berast og hafa knapar fram að hádegi á morgun þriðjudag til að skila inn upplýsingum og má því gera ráð fyrir að ráslistar verði birtir seinni partinn á morgun.

Aðgangseyrir á mótið er krónur 1.500 og eru miðarnir til sölu í Líflandi, Top Reiter og Baldvini og Þorvaldi, Selfossi. Á sömu stöðum er einnig hægt að kaupa ársmiða á deildina en þeir kosta krónur 5.000 og með þeim fylgir DVD diskur frá Meistaradeildinni 2011.