Forsala aðgöngumiða hafin

21.02.2012
Á fimmtudaginn klukkan 19:30 verður keppt í tölti í Meistaradeild í hestaíþróttum. Forsala aðgöngumiða er hafin í verslunum Top Reiter og Líflandi og verða miðar komnir seinna í dag í Baldvin og Þorvald á Selfossi. Á fimmtudaginn klukkan 19:30 verður keppt í tölti í Meistaradeild í hestaíþróttum. Forsala aðgöngumiða er hafin í verslunum Top Reiter og Líflandi og verða miðar komnir seinna í dag í Baldvin og Þorvald á Selfossi.

Það var Viðar Ingólfsson, Hrímnir, á Tuma frá Stóra-Hofi sem sigraði töltið í fyrra og var það í annað sinn sem þeir félagar sigruðu töltið í deildinni.

En Tumi fór utan í sumar þannig að það liggur í augum uppi að nýtt par mun standa uppi sem sigurvegarar kvöldsins.

Ráslistinn verður birtur í kvöld eða fyrramálið og má gera ráð fyrir mörgum af sterkustu tölturum landsins á honum.

Það verður gaman að sjá hvort Artemisia Bertus, Hrímnir, mun standa uppi sem sigurvegari þriðja mótið í röð eða hvort nýr knapi standi efstur á palli í lok kvölds. En baráttan um gullið mun verða hörð þar sem marga knapa er farið að hungra í sigur.

Aðgangseyrir á mótið er 1.500 krónur og eins og áður sagði er forsala hafin en gera má ráð fyrir húsfylli og því er um að gera að tryggja sér miða í tíma.