Forseti ÍSÍ kjörinn forseti FIBA Europe

18.05.2010
Ólafur Rafnsson forseti ÍSÍ og nýr forseti FIBA Europe. Mynd: www.fibaeurope.com
Ólafur Rafnsson, forseti ÍSÍ og fyrrum formaður Körfuknattleikssambands Íslands, var nú á dögunum kjörinn nýr forseti FIBA Europe. FIBA Europe, Körfuknattleikssamband Evrópu, er eitt af stærstu íþróttasamböndum í heiminum og er óhætt að fullyrða að þetta embætti er hið stærsta sem íslenskur forystumaður innan íþróttahreyfingarinnar hefur gengt á erlendum vettvangi. Ólafur Rafnsson, forseti ÍSÍ og fyrrum formaður Körfuknattleikssambands Íslands, var nú á dögunum kjörinn nýr forseti FIBA Europe. FIBA Europe, Körfuknattleikssamband Evrópu, er eitt af stærstu íþróttasamböndum í heiminum og er óhætt að fullyrða að þetta embætti er hið stærsta sem íslenskur forystumaður innan íþróttahreyfingarinnar hefur gengt á erlendum vettvangi. Landssamband hestamannafélaga óskar forseta ÍSÍ, hr. Ólafi Rafnssyni, innilega til hamingju með sigurinn.