Frá æskulýðsnefnd LH

13.02.2009
Æskulýðsnefnd LH byrjaði fundarherferð sína í gær á fundi hjá Herði í Mosfellsbæ. Fundurinn var hugsaður fyrir hestamannafélögin á suðvesturhorninu.  Fámennt en góðmennt var á fundinum og ljóst að þeir sem mættu eru afar áhugasamir um málefni æskunnar. Það má benda þeim sem misstu af þessum fundi að fundað verður á næsta fimmtudag á Hellu og viku síðar á Akranesi. Einnig verða fundir á Neskaupstað, Akureyri og Ísafirði. Æskulýðsnefnd LH byrjaði fundarherferð sína í gær á fundi hjá Herði í Mosfellsbæ. Fundurinn var hugsaður fyrir hestamannafélögin á suðvesturhorninu.  Fámennt en góðmennt var á fundinum og ljóst að þeir sem mættu eru afar áhugasamir um málefni æskunnar. Það má benda þeim sem misstu af þessum fundi að fundað verður á næsta fimmtudag á Hellu og viku síðar á Akranesi. Einnig verða fundir á Neskaupstað, Akureyri og Ísafirði. Málefnin sem tekin verða fyrir á fundunum verða meðal annars kynning á handbókinni, stuðningur við börn og unglinga sem hafa ekki bakland, Æskan á ís, erlent samstarf  og  verkefni nefndarinnar á næstunni. Áhugamenn um æskulýðsstarf félagana eru hvattir til að mæta og sérstaklega þeir sem starfa í æskulýðsnefndum.

Æskulýðsnefnd LH.