Frá fundi með forseta FEIF

19.01.2011
Jens Iversen forseti FEIF (alþjóðleg landssamtök um íslenska hestinn) kom í stutta heimsókn til Íslands í gær. Jens fundaði með helstu forráðamönnum innan hestamennskunnar, þar á meðal fulltrúum úr stjórnum LH og BÍ, hrossaræktaráðunauti og umsjónarmanni Worldfengs. Jens Iversen forseti FEIF (alþjóðleg landssamtök um íslenska hestinn) kom í stutta heimsókn til Íslands í gær. Jens fundaði með helstu forráðamönnum innan hestamennskunnar, þar á meðal fulltrúum úr stjórnum LH og BÍ, hrossaræktaráðunauti og umsjónarmanni Worldfengs. Einnig var haldin opin fundur fyrir almenning þar sem Jens kynnti FEIF fyrir fundargestum. Þar sagði hann frá því hver væri tilgangur og markmið FEIF og að nú væri í gangi allsherjar endurskoðun á lögum og reglum FEIF sem og áherslum samtakanna.

Í kynningunni sagði Jens frá því að í FEIF eru um 60.000 félagar í 476 landssamtökum/félögum í 19 þjóðlöndum í 3 heimsálfum.
Talið er, að um 6 milljónir hesta  séu  í Evrópu, og þeir gangi á  ca. 6 milljóna hektara.  Um 400.000 heilsársstörf verða til í kringum hestamennskuna  og hún veltir um 100 billjónum evra á ári.
Íslandshestamennskan er um 4% af þessari heild.  Það veldur stjórn FEIF áhyggjum að Evrópski hestaheimurinn hefur verið að stækka um 5% á ári á meðan sá íslenski hefur staðið í stað síðustu tvö árin.

Íslenski hesturinn hefu stærsta hlutdeild í Noregi fyrir utan Ísland, þar sem 18% af öllum hestum í Noregi eru af íslenska hestakyninu, 14%  í Danmörku , 11% í Svíþjóð og 6% í Þýskalandi, önnur lönd eru með minni hlutdeild.  Á Íslandi fæðast um 7600 skráð folöld á ári, en um 7400 innan hinna FEIF landana.
Rætt var um að í þessum tölum sæist að það væru markaðstækifæri fyrir ef rétt væri á málum haldið.

Umræður urðu um afstöðu FEIF til þess að halda Landsmót 2011, sama ár og Heimsmeistaramót. Jens sagði að FEIF hefði fullan skilning á því ástandi sem upp hefði komið á Íslandi síðastliðið vor og frestun á Landsmóti. Hinsvegar væri það skoðun stjórnar FEIF að Íslandshestaheimurinn væri ekki nógu stór til að bera þessa  viðburði á sama ári, og hvað þá með mánaðar millibili.  Það væri ljóst að þetta væri ekki góð þróun og stjórn FEIF hefði áhyggjur af þessu. FEIF hafi ekki átt annan kost en styðja við Heimsmeistaramót, innan FEIF eru 19 þjóðlönd sem hafa kosið að vera í FEIF og reka þau sem samtök, stór hluti tekna FEIF kemur frá þessum mótum, það verði íslenskir hestamenn að skilja þegar litið er til afstöðu stjórnar FEIF.  Taldi hann nauðsynlegt að horfa til framtíðar og koma reglu á þessi mót þannig að þau gætu vaxið og þróast sem tveir stærstu viðburðirnir innan Íslandshestamennskunar með gagnkvæmum stuðningi FEIF og LH.

Jens lagði áherslu á að gæðingakeppnin væri tekin föstum tökum og hún kynnt með skipulegum hætti innan FEIF, annars gæti illa farið.  Komið hefur í ljós að fólk sé farið að túlka hana að eigin geðþótta. 

Mikið var rætt um dýravelferð og  þá miklu skoðun sem fram fer í nafni grænnar reiðmennsku.  Menn eru sammála um að þessi mál þurfi að skoða.  Lausnin sé aukin fræðsla og með bættu starfi dómara, reiðmanna og þjálfara.

Umræða hefur verið meðal einstaklinga innan FEIF um að banna íslensk stangamél og var það rætt á fundinum. Jens ítrekaði það að það væri skýr afstaða stjórnar FEIF að halda í íslenska reiðhefð og leyfa íslensk stangamél.  Lýðræðið yrði hins vegar að hafa sinn gang, stjórn FEIF gæti ekki bannað að lönd kæmu með tillögur inn i nefndir FEIF.  Menn yrðu að mæta þessari umræðu með rökum enda nóg af þeim.

Jens var ánægður með heimsókn sína til Íslands og hlakkaði til áframhaldandi samstarfs við Íslendinga.