Frá hestamannafélaginu Fáki

18.02.2009
*Í kvöld verður Guðmundur Arnarsson reiðkennari í Reiðhöllinni og leiðbeinir Fáksfélögum. Eins og venjulega er reiðkennslan á milli klukkan átta og tíu um kvöldið. Frí þjónusta - um að gera að nýta sér því alllar leiðbeiningar sem gera okkur að betri hestamönnum eru vel þegnar. *Í kvöld verður Guðmundur Arnarsson reiðkennari í Reiðhöllinni og leiðbeinir Fáksfélögum. Eins og venjulega er reiðkennslan á milli klukkan átta og tíu um kvöldið. Frí þjónusta - um að gera að nýta sér því alllar leiðbeiningar sem gera okkur að betri hestamönnum eru vel þegnar.

*Á laugardaginn kl. 16:00 verður Mette Mannseth með sýnikennslu í Reiðhöllinni. Þar mun hún bæði vera með sýnikennslu og fyrirlestur þar sem hún mun fjalla um form hestsins, líkamsbeitingu knapans og nýja strauma í reiðmennsku. Aðgangseyrir kr. 1.000

Allir velkomnir.

 

*Vetrarleikar verða á laugardaginn og byrja þeir kl. 13.30 á pollaflokki. Hefðbundið keppnisform, keppt verður á sama stað og venjulega í eftirtöldum flokkum.

Pollar

Börn

Unglingar I

Unglingar II

Ungmenni

Karlar I

Karlar II

Konur I

Konur II

Skráning í Félagsheimilinu frá kl. 12:00 - 12:30

Skráningargjald kr. 1.000 fyrir ungmenni og eldri.

 

*Frá Æskulýðsnefnd:  Á sunnudaginn ætlum við að skella á okkur svuntunum og búa til gómsætt hestanammi handa gæðingunum okkar í félagsheimli Fáks á milli 11.00 og 13:00

Einfalt, skemmtilegt og gómsætt (fyrir hestana), einnig verður boðið upp á eitthvað gómsætt fyrir mannfólkið.

 

Kostnaður á hvert barn er kr. 500 og með yngri börnunum þarf foreldir/aðstoðarmaður ða fylgja með.

Athugið að vegna innkaupa á hráefni þarf að skrá sig hjá Önnu Birnu á annasne@gmail.com (fyrir föstudaginn). 

Allir að mæta, taka vini og vinkonur með og ekki gleyma góða skapinu

Reiðhöllin  verður lokuð nk. föstudagskvöld frá kl. 19 - 22.

Minnum á heimasíðu Fáks www.fakur.is 

kveðja frá Fáki